Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni Eiður Þór Árnason skrifar 6. júní 2022 18:15 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, er hæstánægður með niðurstöðuna. Vísir/Ragnar Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna. Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Leiðtogar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík kynntu meirihlutasamstarf sitt á blaðamannafundi í dag. Dagur B. Eggertsson verður áfram borgarstjóri fyrstu átján mánuði kjörtímabilsins þangað til Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, tekur við en fram að því mun hann leiða borgarráð. Einar segir að breytingarnar muni koma fram strax og hann muni nýta tíma sinn í borgarráði til að ýta úr vör mikilvægu húsnæðisátaki. „Það er mikilvægt að menn komi vel undirbúnir í þetta starf. Ég nálgast það af auðmýkt og metnaði og vil standa mig vel og ná árangri fyrir borgarbúa, um það snýst þetta,“ sagði Einar að loknum blaðamannafundinum síðdegis í dag. Erfitt að vinna með Sjálfstæðisflokknum Aðspurður út í það ákall Sjálfstæðismanna að Framsókn ætti ekki að ganga til viðræðna við flokkana sem mynduðu síðasta meirihluta í borginni segir Einar staðreynd málsins vera þá að fáir flokkar hafi viljað vinna með Sjálfstæðisflokknum. „Við vorum tilbúin til viðræðna við alla, þetta samstarf milli Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar var það eina sem var í boði. Við tökum það bara alvarlega að mynda meirihluta og fara ekki í einhverja störukeppni sem enginn veit hvert leiðir og eyðir bara tíma. Verkefnið er að mynda meirihluta og byrja að ná árangri.“ Marki nýja tíma Einar segir samstarfið marka nýjan kafla í borginni og hann vilji eiga gott samstarf bæði við flokka í meirihluta og minnihluta. „Ég legg mikla áherslu á það að við nýtum þetta kjörtímabil til að byggja brýr og beita öðrum vinnubrögðum í borgarmálunum.“ Tólf dagar eru liðnir frá því að fulltrúar Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar hófu formlegar meirihlutaviðræður sem tóku lengri tíma en víða annars staðar. Einar segir að ekkert eitt deilumál hafi tafið vinnuna. „Mér þótti bara mikilvægt að við ræddum nokkuð vel og ítarlega um málin, ekki bara til að skrifa eitthvað niður á blað heldur líka til að finna hitann í sumum málum og kuldann í hinum, komast að sameiginlegri niðurstöðu, lesa hvert annað, mynda traust.“ „Ég held að það hafi verið mjög gagnlegt þegar það kom síðan að því að ræða kannski mál þar sem flokkarnir höfðu mjög ólíkar skoðanir þegar við komum að borðinu. Þá hjálpaði það til og við náðum að lenda öllum málum í mikilli sátt. Þetta er bara gríðarlega metnaðarfullur samningur og ég hlakka til,“ segir Einar. Tengd skjöl Meirihlutasáttmáli_6PDF8.3MBSækja skjal
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira