Ein borg á höfuðborgarsvæðinu Gunnar Smári Egilsson skrifar 6. júní 2022 08:30 Tíminn hefur einfaldlega fellt núverandi stjórnkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er löngu kominn tími til að breyta því. Við búum við vont kerfi Í fyrsta lagi er núverandi kerfi ólýðræðislegt. Mikilvæg verkefni eru rekin í byggðasamlögum sem ekki heyra beint undir neinn lýðræðislegan vettvang. Ákvarðanir um stefnu eru teknar í stjórnum þar kjörnir fulltrúar úr ólíkum sveitarfélögum sitja án þess að bera í raun störf sín undir dóm almennings. Þetta á við um Strætó og Sorpu, auk Slökkviliðsins. Og að öðru óbreyttu má reikna með að fleiri svona fyrirbrigði verði búin til svo nýta megi styrkinn af stærð svæðisins. Orkuveitan er eign Reykvíkinga en aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa enga aðkomu að stjórn þessa mikilvæga félagslega fyrirtækis. Í öðru lagi aftrar núverandi kerfi því að höfuðborgarsvæðið sé skipulagt sem heild. Skipulagsvaldið er brotið niður á sex sveitarfélög í stað þess að vera á einni hendi. Það er því lítil stjórn á uppbyggingu húsnæðiskerfisins, svo dæmi sé tekið. Öll sveitarfélögin gætu verið að svara þörf tiltekna hópa en ekkert þeirra að sinna þörfum annarra hópa. Og þetta á ekki aðeins við um skipulagsmál heldur stýringu á félagslegri þjónustu við aldraða, fatlaða, börn, innflytjendur og almenning allan. Í þriðja lagi er núverandi kerfi óhagkvæmt. Fyrir utan að vera með sex bæjarstjóra, sex bæjarstjórnir, sex skipulagsráð og sex velferðarráð þá er félagslegt húsnæði rekið í sex einingum, það eru sex fjármálaskrifstofur, sex deildir sem sjá um umsýslu fasteigna o.s.frv. Þessi kerfi vefjast utan um smákóngaveldi sem eru gróðrarstía spillingar. Sem birtist t.d. í því að þessir sex bæjarstjórar eru hver um sig betur launaðir en borgarstjórar stærstu borga heims. Í fjórða lagi hafa stjórnmálin sem byggst hafa upp á núverandi kerfi misst tengsl við almenning. Það sést á dræmri kjörsókn og litlu trausti. Borgarstjórn Reykjavíkur nýtur mjög lítils traust, skrapar botninn í öllum traustsmælingum. Hvernig gæti kerfið litið út Sameining sveitarfélaga hefur kosti og galla. Stærra sveitarfélag hefur meiri getu og afl til að móta borgina til að þjóna íbúunum. En með stækkun sveitarfélaga færast völd fjær fólki og það hefur minni möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Í flestum stærri borgum Norðurlanda eru því smærri stjórnsýslueiningar innan borganna. Við gætum kallað þetta hverfi, en einingarnar eru stærri en það sem okkur flestum dettur í hug þegar við hugsum um hverfi. Í Björgvin og Árósum eru þessar einingar með um eða tæplega 40 þúsund íbúa. Þessar einingar fara með stýringu skóla, félags- og þjónustumiðstöðva á sínu svæði, því sem flokka má undir nærþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu mætti hafa sex slíkar einingar eða umdæmi. 1. Vesturbær, Miðbær og Seltjarnarnes gæti verið eitt slíkt umdæmi, t.d. vestan Lönguhlíðar. 2. Næsta umdæmi væri þá austurborg Reykjavíkur frá Lönguhlíð að Elliðaám. 3. Þriðja umdæmið væri svæðið austan Elliðaáa og norðan Suðurlandsvegar (Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Mosfellsbær og Kjalarnes). 4. Það fjórða Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt. 5. Það fimmta Kópavogur. 6. Og það sjötta Garðabær og Hafnarfjörður. Í svona kerfi væri stærsta umdæmið (Hafnarfjörður og Garðabær) 34% fjölmennara en það fámennasta (Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt). Það er vel innan marka sem tíðkast í borgum á Norðurlöndum. Til að auka lýðræði mætti hafa sjálfstæðar skólastjórnir og/eða hverfisstjórnir eins og tíðkast í Reykjavík í dag, til að færa völdin enn nær fólki. Auka þyrfti völd þessara stjórna frá því sem nú er. Minna meirihlutaræði á Norðurlöndum Í dag eru 74 bæjarfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Í Björgvin þar sem ívið fleiri búa en á höfuðborgarsvæðinu eru 67 bæjarfulltrúar en í Árósum þar enn fleiri búa er 31 fulltrúi. Samkvæmt íslenskum lögum ber sveitarfélögum með yfir 100 þúsund íbúa að vera með 23 til 31 fulltrúa í bæjarstjórn. Það er frekar fámenn stjórn miðað við það sem tíðkast á Norðurlöndum, en alls ekki einsdæmi. Stjórnkerfi í flestum borgum er skipt eftir málaflokkum sem ganga þvert á umdæmin/hverfin. Ef við sækjum fyrirmynd til annarra höfuðborga þá er Kaupmannahöfn skipt í sjö svið, sem hvert hefur sinn borgarstjóra. Og í stað þess að mynda meirihluta nokkurra flokka sem síðan skipta þessum sviðum á milli sín, þá er formennsku í sviðunum skipt á milli flokkanna eftir styrk þeirra í borgarstjórn. Borgarstjórarnir, formenn í ellefu manna ráðum sem stýra hvert sínu sviði, eru í dag fulltrúar flokka sem hafa 50 af 55 fulltrúum í borgarstjórn. Aðal-borgarstjóri er valinn af meirihluta borgarstjórnar, kemur oftast úr stærsta flokknum, en sú er ekki raunin nú. Enhedslisten vann glæsilegan sigur í kosningunum á síðast ári og fékk 15 fulltrúa á meðan Sósíaldemókratar fengu 10. En aðrir flokkar vildu ekki að Enhedslisten fengi embætti aðal-borgarstjóra. Það leiddi til þess að Sósíaldemókratar fengu aðal-borgarstjórann, sem auk þess að vera talsmaður borgarinnar er formaður efnahagsráðs. Enhedslisten valdi sér því fyrst félagsmálaráðið. Þá valdi Íhaldsflokkurinn barna- og ungdómsráðið og Enhedslisten valdi næst umhverfis- og tækniráðið. Radikale Venstre valdi þá menningar- og frístundarráðið, Sósíalíski þjóðarflokkur heilbrigðis- og umönnunarráðið og síðasta ráðið, atvinnu- og aðlögunarráðið, fór til Venstre. Ég kaus að segja þessa sögu frá Kaupmannahöfn til draga bæði fram skiptingu verkefna milli ráða og hvernig völdunum er dreift svo þau endurspegli sem best vilja kjósenda. Þetta byggir á stjórnmálakúltúr sem gefur öllum flokkum rödd og hlutverk. Þetta á ekki aðeins við um sveitarstjórnir á Norðurlöndum heldur þjóðþingin einnig, þar sem flokkar í minnihlutum stýra nefndum og þar sem hefð er fyrir því að byggja upp breiða samstöðu í veigamiklum málum. Ímynduð borgarstjórn í ímynduðu sveitarfélagi Við getum reynt að spá í pólitískt landslag í sameinuðu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, en til þess þurfum við að geta í nokkrar eyður þar sem allir flokkar buðu ekki fram í öllum sveitarfélögum í síðasta mánuði. Og það er ekki víst að fólk myndi kjósa eins í kosningum til sameinaðrar borgarstjórnar. En ef við viljum fá einhverjar hugmynd um stöðuna þá getum við skipt sameinuðum framboðum eftir fylgi viðkomandi flokka í Reykjavík og gefum flokkum sem ekki buðu fram í einstaka sveitarfélögum helming fylgis síns í Reykjavík. Og þá myndi 31 manna borgarstjórn líta svona út: Sjálfstæðisflokkur: 9 fulltrúar Samfylkingin: 7 fulltrúar Framsókn: 6 fulltrúar Píratar: 3 fulltrúar Viðreisn: 2 fulltrúar Sósíalistar: 2 fulltrúar Vg: 1 fulltrúi Flokkur fólksins: 1 fulltrúi Miðflokkurinn: engan fulltrúa Við þetta myndu 20 bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hverfa, 9 fulltrúar Samfylkingar, 7 fulltrúar Framsóknar, 3 fulltrúar Viðreisnar og 1 fulltrúi Pírata, samtals 40 fulltrúar. Auk þess verðum við að gera ráð fyrir að Vinir Kópavogs og Mosfellsbæjar myndu ekki bjóða fram í sameinaða borgarstjórn. En stækkuð borgarstjórn hefði líklega fleiri starfandi varaborgarfulltrúa. Fimm embætti bæjarstjóra yrði lögð niður en í staðinn yrðu formenn ráðanna kallaðir borgarstjórar, ef farin yrði leið Kaupmannahafnar. Skiptingin að ofan er samkvæmt D’Hondt-aðferð sem ekki er notuð á Norðurlöndum heldur milduð útgáfa af Sainte-Laguë, sem hyglir ekki stærri flokkum eins og D’Hondst gerir. Ef við notum Sainte-Laguë myndi Miðflokkurinn ná inn manni á kostnað Samfylkingar. Eftir sem áður hefðu þeir flokkar sem nú ræða meirihluta í Reykjavík 17 fulltrúa af 31. Hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar hefði líka 17 manna meirihluta. Og miðað við styrk flokkanna samkvæmt þessum samkvæmisleik fengi Sjálfstæðisflokkurinn formennsku í tveimur ráðum, eins og Samfylkingin og Framsókn, en Píratar fengju formennsku í einu ráði. Þetta gæti breyst ef flokkarnir kjósa saman. Ef sá meirihluti sem verið er að mynda í Reykjavík stilla upp sameinuðum lista fyrir útdeilingu ráða og andstöðuflokkarnir væri sameinaðar á öðrum lista, næði meirihlutinn fjórum ráðum en minnihlutinn fengi þrjú. Breytingar eru til batnaðar Sveitarstjórnarmál á höfuðborgarsvæðinu þurfa nauðsynlega endurnýjun. Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda innan þeirra. Formbreytingar laga ekki siðferði í sjálfu sér, en þær geta verið til hjálpar. Stundum er gott að byrja einfaldlega upp á nýtt. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 64% landsmanna. Sameinað sveitarfélag yrði því ógnarsterk og ætti að geta veitt ríkisvaldinu aðhald og verið í forystu um að laga valdahlutföllin á milli ríkis og sveitarfélaga. Eitt einkenni íslenskra stjórnmála er miðstýrt ríkisvald og mikil völd ráðherra. Á meðan að sveitarfélög og fylkisráð stýra um helming af opinberum rekstri á Norðurlöndunum er hlutfallið hér 70/30 ríkisvaldinu í vil. Þetta dregur úr lýðræði, færir valdið lengra frá almenningi. Sterkt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu gæti haft forystu um að laga þessa skökku stöðu. En fyrst og síðast ætti sameinað sveitarfélag að geta byggt upp betri borg fyrir íbúanna, fallegri og öflugri borg og vonandi réttlátari og jafnari. Ég legg þessar hugleiðingar fram til umræðu. Þótt ég sé í Sósíalistaflokknum eru þetta ekki tillögur þess flokks heldur mínar vangaveltur. Gleðilega hvítasunnu Höfundur er Reykvíkingur fæddur í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tíminn hefur einfaldlega fellt núverandi stjórnkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Það er löngu kominn tími til að breyta því. Við búum við vont kerfi Í fyrsta lagi er núverandi kerfi ólýðræðislegt. Mikilvæg verkefni eru rekin í byggðasamlögum sem ekki heyra beint undir neinn lýðræðislegan vettvang. Ákvarðanir um stefnu eru teknar í stjórnum þar kjörnir fulltrúar úr ólíkum sveitarfélögum sitja án þess að bera í raun störf sín undir dóm almennings. Þetta á við um Strætó og Sorpu, auk Slökkviliðsins. Og að öðru óbreyttu má reikna með að fleiri svona fyrirbrigði verði búin til svo nýta megi styrkinn af stærð svæðisins. Orkuveitan er eign Reykvíkinga en aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa enga aðkomu að stjórn þessa mikilvæga félagslega fyrirtækis. Í öðru lagi aftrar núverandi kerfi því að höfuðborgarsvæðið sé skipulagt sem heild. Skipulagsvaldið er brotið niður á sex sveitarfélög í stað þess að vera á einni hendi. Það er því lítil stjórn á uppbyggingu húsnæðiskerfisins, svo dæmi sé tekið. Öll sveitarfélögin gætu verið að svara þörf tiltekna hópa en ekkert þeirra að sinna þörfum annarra hópa. Og þetta á ekki aðeins við um skipulagsmál heldur stýringu á félagslegri þjónustu við aldraða, fatlaða, börn, innflytjendur og almenning allan. Í þriðja lagi er núverandi kerfi óhagkvæmt. Fyrir utan að vera með sex bæjarstjóra, sex bæjarstjórnir, sex skipulagsráð og sex velferðarráð þá er félagslegt húsnæði rekið í sex einingum, það eru sex fjármálaskrifstofur, sex deildir sem sjá um umsýslu fasteigna o.s.frv. Þessi kerfi vefjast utan um smákóngaveldi sem eru gróðrarstía spillingar. Sem birtist t.d. í því að þessir sex bæjarstjórar eru hver um sig betur launaðir en borgarstjórar stærstu borga heims. Í fjórða lagi hafa stjórnmálin sem byggst hafa upp á núverandi kerfi misst tengsl við almenning. Það sést á dræmri kjörsókn og litlu trausti. Borgarstjórn Reykjavíkur nýtur mjög lítils traust, skrapar botninn í öllum traustsmælingum. Hvernig gæti kerfið litið út Sameining sveitarfélaga hefur kosti og galla. Stærra sveitarfélag hefur meiri getu og afl til að móta borgina til að þjóna íbúunum. En með stækkun sveitarfélaga færast völd fjær fólki og það hefur minni möguleika á að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Í flestum stærri borgum Norðurlanda eru því smærri stjórnsýslueiningar innan borganna. Við gætum kallað þetta hverfi, en einingarnar eru stærri en það sem okkur flestum dettur í hug þegar við hugsum um hverfi. Í Björgvin og Árósum eru þessar einingar með um eða tæplega 40 þúsund íbúa. Þessar einingar fara með stýringu skóla, félags- og þjónustumiðstöðva á sínu svæði, því sem flokka má undir nærþjónustu. Á höfuðborgarsvæðinu mætti hafa sex slíkar einingar eða umdæmi. 1. Vesturbær, Miðbær og Seltjarnarnes gæti verið eitt slíkt umdæmi, t.d. vestan Lönguhlíðar. 2. Næsta umdæmi væri þá austurborg Reykjavíkur frá Lönguhlíð að Elliðaám. 3. Þriðja umdæmið væri svæðið austan Elliðaáa og norðan Suðurlandsvegar (Grafarvogur, Grafarholt, Úlfarsárdalur, Mosfellsbær og Kjalarnes). 4. Það fjórða Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt. 5. Það fimmta Kópavogur. 6. Og það sjötta Garðabær og Hafnarfjörður. Í svona kerfi væri stærsta umdæmið (Hafnarfjörður og Garðabær) 34% fjölmennara en það fámennasta (Breiðholt, Árbær og Norðlingaholt). Það er vel innan marka sem tíðkast í borgum á Norðurlöndum. Til að auka lýðræði mætti hafa sjálfstæðar skólastjórnir og/eða hverfisstjórnir eins og tíðkast í Reykjavík í dag, til að færa völdin enn nær fólki. Auka þyrfti völd þessara stjórna frá því sem nú er. Minna meirihlutaræði á Norðurlöndum Í dag eru 74 bæjarfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu. Í Björgvin þar sem ívið fleiri búa en á höfuðborgarsvæðinu eru 67 bæjarfulltrúar en í Árósum þar enn fleiri búa er 31 fulltrúi. Samkvæmt íslenskum lögum ber sveitarfélögum með yfir 100 þúsund íbúa að vera með 23 til 31 fulltrúa í bæjarstjórn. Það er frekar fámenn stjórn miðað við það sem tíðkast á Norðurlöndum, en alls ekki einsdæmi. Stjórnkerfi í flestum borgum er skipt eftir málaflokkum sem ganga þvert á umdæmin/hverfin. Ef við sækjum fyrirmynd til annarra höfuðborga þá er Kaupmannahöfn skipt í sjö svið, sem hvert hefur sinn borgarstjóra. Og í stað þess að mynda meirihluta nokkurra flokka sem síðan skipta þessum sviðum á milli sín, þá er formennsku í sviðunum skipt á milli flokkanna eftir styrk þeirra í borgarstjórn. Borgarstjórarnir, formenn í ellefu manna ráðum sem stýra hvert sínu sviði, eru í dag fulltrúar flokka sem hafa 50 af 55 fulltrúum í borgarstjórn. Aðal-borgarstjóri er valinn af meirihluta borgarstjórnar, kemur oftast úr stærsta flokknum, en sú er ekki raunin nú. Enhedslisten vann glæsilegan sigur í kosningunum á síðast ári og fékk 15 fulltrúa á meðan Sósíaldemókratar fengu 10. En aðrir flokkar vildu ekki að Enhedslisten fengi embætti aðal-borgarstjóra. Það leiddi til þess að Sósíaldemókratar fengu aðal-borgarstjórann, sem auk þess að vera talsmaður borgarinnar er formaður efnahagsráðs. Enhedslisten valdi sér því fyrst félagsmálaráðið. Þá valdi Íhaldsflokkurinn barna- og ungdómsráðið og Enhedslisten valdi næst umhverfis- og tækniráðið. Radikale Venstre valdi þá menningar- og frístundarráðið, Sósíalíski þjóðarflokkur heilbrigðis- og umönnunarráðið og síðasta ráðið, atvinnu- og aðlögunarráðið, fór til Venstre. Ég kaus að segja þessa sögu frá Kaupmannahöfn til draga bæði fram skiptingu verkefna milli ráða og hvernig völdunum er dreift svo þau endurspegli sem best vilja kjósenda. Þetta byggir á stjórnmálakúltúr sem gefur öllum flokkum rödd og hlutverk. Þetta á ekki aðeins við um sveitarstjórnir á Norðurlöndum heldur þjóðþingin einnig, þar sem flokkar í minnihlutum stýra nefndum og þar sem hefð er fyrir því að byggja upp breiða samstöðu í veigamiklum málum. Ímynduð borgarstjórn í ímynduðu sveitarfélagi Við getum reynt að spá í pólitískt landslag í sameinuðu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, en til þess þurfum við að geta í nokkrar eyður þar sem allir flokkar buðu ekki fram í öllum sveitarfélögum í síðasta mánuði. Og það er ekki víst að fólk myndi kjósa eins í kosningum til sameinaðrar borgarstjórnar. En ef við viljum fá einhverjar hugmynd um stöðuna þá getum við skipt sameinuðum framboðum eftir fylgi viðkomandi flokka í Reykjavík og gefum flokkum sem ekki buðu fram í einstaka sveitarfélögum helming fylgis síns í Reykjavík. Og þá myndi 31 manna borgarstjórn líta svona út: Sjálfstæðisflokkur: 9 fulltrúar Samfylkingin: 7 fulltrúar Framsókn: 6 fulltrúar Píratar: 3 fulltrúar Viðreisn: 2 fulltrúar Sósíalistar: 2 fulltrúar Vg: 1 fulltrúi Flokkur fólksins: 1 fulltrúi Miðflokkurinn: engan fulltrúa Við þetta myndu 20 bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hverfa, 9 fulltrúar Samfylkingar, 7 fulltrúar Framsóknar, 3 fulltrúar Viðreisnar og 1 fulltrúi Pírata, samtals 40 fulltrúar. Auk þess verðum við að gera ráð fyrir að Vinir Kópavogs og Mosfellsbæjar myndu ekki bjóða fram í sameinaða borgarstjórn. En stækkuð borgarstjórn hefði líklega fleiri starfandi varaborgarfulltrúa. Fimm embætti bæjarstjóra yrði lögð niður en í staðinn yrðu formenn ráðanna kallaðir borgarstjórar, ef farin yrði leið Kaupmannahafnar. Skiptingin að ofan er samkvæmt D’Hondt-aðferð sem ekki er notuð á Norðurlöndum heldur milduð útgáfa af Sainte-Laguë, sem hyglir ekki stærri flokkum eins og D’Hondst gerir. Ef við notum Sainte-Laguë myndi Miðflokkurinn ná inn manni á kostnað Samfylkingar. Eftir sem áður hefðu þeir flokkar sem nú ræða meirihluta í Reykjavík 17 fulltrúa af 31. Hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar hefði líka 17 manna meirihluta. Og miðað við styrk flokkanna samkvæmt þessum samkvæmisleik fengi Sjálfstæðisflokkurinn formennsku í tveimur ráðum, eins og Samfylkingin og Framsókn, en Píratar fengju formennsku í einu ráði. Þetta gæti breyst ef flokkarnir kjósa saman. Ef sá meirihluti sem verið er að mynda í Reykjavík stilla upp sameinuðum lista fyrir útdeilingu ráða og andstöðuflokkarnir væri sameinaðar á öðrum lista, næði meirihlutinn fjórum ráðum en minnihlutinn fengi þrjú. Breytingar eru til batnaðar Sveitarstjórnarmál á höfuðborgarsvæðinu þurfa nauðsynlega endurnýjun. Það þarf að skrúfa niður skammarlega sjálftöku þeirra sem komist hafa til valda innan þeirra. Formbreytingar laga ekki siðferði í sjálfu sér, en þær geta verið til hjálpar. Stundum er gott að byrja einfaldlega upp á nýtt. Á höfuðborgarsvæðinu búa um 64% landsmanna. Sameinað sveitarfélag yrði því ógnarsterk og ætti að geta veitt ríkisvaldinu aðhald og verið í forystu um að laga valdahlutföllin á milli ríkis og sveitarfélaga. Eitt einkenni íslenskra stjórnmála er miðstýrt ríkisvald og mikil völd ráðherra. Á meðan að sveitarfélög og fylkisráð stýra um helming af opinberum rekstri á Norðurlöndunum er hlutfallið hér 70/30 ríkisvaldinu í vil. Þetta dregur úr lýðræði, færir valdið lengra frá almenningi. Sterkt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu gæti haft forystu um að laga þessa skökku stöðu. En fyrst og síðast ætti sameinað sveitarfélag að geta byggt upp betri borg fyrir íbúanna, fallegri og öflugri borg og vonandi réttlátari og jafnari. Ég legg þessar hugleiðingar fram til umræðu. Þótt ég sé í Sósíalistaflokknum eru þetta ekki tillögur þess flokks heldur mínar vangaveltur. Gleðilega hvítasunnu Höfundur er Reykvíkingur fæddur í Hafnarfirði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun