„Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Morfínríkur safi ópíumvalmúans fæst þegar blóm hans eru verkuð. EPA/Stringer Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum. Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum. Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum.
Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00