Ferðin á EM í Þýskalandi gæti hafist í Haífa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2022 09:31 Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í íslenska landsliðið í mars eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Hann var í hópnum sem fór á EM 2016 og HM 2018. Getty/Juan Manuel Serrano Hið unga íslenska A-landslið karla í fótbolta gæti með góðum úrslitum í Ísrael í kvöld stigið fyrsta skrefið í átt að því að spila á stórmóti eftir tvö ár; Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland og Ísrael eru saman í riðli í Þjóðadeildinni og sú keppni gefur, rétt eins og þegar Ísland fór í umspil fyrir EM 2020, síðustu lausu sætin á EM 2024. Keppnin ræður því einnig í hvað styrkleikaflokki Ísland verður í fyrir undankeppni EM. Það hvernig Þjóðadeildin og undankeppni EM spila saman er kannski svolítið flókið en í stuttu máli er hægt að segja að ef Ísland endar fyrir ofan Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni tryggir liðið sér að lágmarki sæti í fjögurra liða umspili um sæti á EM. Það umspil fer fram í mars 2024, þremur mánuðum áður en flautað verður til leiks í Þýskalandi, en liðin sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina á næsta ári munu vitaskuld ekki þurfa á því umspili að halda. Jafnvel þó að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni gæti bara það að vera í B-deild keppninnar dugað Íslandi til að fá sæti í EM-umspilinu. Það má því segja að Þjóðadeildin veiti varaleið inn á EM – varaleið sem Ísland var svo nálægt því að nýta fyrir Evrópumótið sem fram fór í fyrra. Ísland leikur tvo leiki við Ísrael og einn við Albaníu núna í júní og er fyrsti leikurinn í Haífa í Ísrael í kvöld. Síðasti leikur Íslands er svo útileikur gegn Albaníu í september. Miðað við stöðu liðanna á heimslista ætti að vera raunhæft markmið fyrir Ísland að enda fyrir ofan þessi tvö lið. Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45 Gæfi liðinu mikið að vinna riðilinn og engin hætta á falli Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Ísland, Ísrael og Albanía eru saman í riðli tvö af fjórum, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sextán bestu lið Evrópu eru í A-deildinni, sextán í B-deild, sextán í C-deild og sjö í tveimur riðlum í D-deild, lökustu deildinni. Our first UEFA Nations League predictions! We project Denmark , Portugal , England , and Belgium to contest the finals (not controversial at all).We like Ukraine , Albania , Finland , and Serbia to get promoted. How are you feeling about the Nations League? pic.twitter.com/SRIvVAfI9h— We Global Football (@We_Global) June 1, 2022 Rússland átti að vera fjórða liðið í riðli Íslands en var sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með getur Ísland ekki fallið niður í C-deild því það verður hlutskipti Rússa. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur í september og hjá bestu liðum Evrópu tekur þá við undirbúningur fyrir HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. Á næsta ári, frá mars og fram í nóvember, verður svo öll undankeppni EM leikin í fimm landsleikjagluggum. Þar verður leikið í 5-6 liða riðlum og dregið verður í riðlana 9. október, og mun lokastaðan í Þjóðadeildinni ráða því í hvaða styrkleikaflokka lið raðast fyrir dráttinn. Ísland þarf að vinna sinn riðil til að komast í 2. styrkleikaflokk en fer annars í 3. flokk. Í undankeppni EM komast svo tvö efstu liðin beint á EM, rétt eins og síðast þegar Frakkland og Tyrkland komust áfram úr riðli Íslands eftir harða baráttu. Ísland sat þá eftir í 3. sæti en komst í fjögurra liða umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, vann þar Rúmeníu en tapaði úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Sætið í B-deildinni gæti dugað til umspils Það ræðst svo endanlega af því hvaða lið komast beint á EM í gegnum undankeppnina hvaða lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM. Það ættu að vera liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild, liðin fjögur sem vinna sinn riðil í B-deild, og loks liðin fjögur sem vinna sinn riðil í C-deild. Ef eitthvert þessara liða verður búið að vinna sér sæti á EM, sem ljóst er að mun gerast, fær besta liðið úr D-riðli að koma inn í umspilið í staðinn, og svo þau lið sem enduðu efst samkvæmt heildarstöðu Þjóðadeildarinnar en hafa ekki þegar unnið sér sæti á EM. Þess vegna gæti vera Íslands í B-deild ein og sér á endanum mögulega dugað til að liðið fengi sæti í EM-umspilinu. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Ísland og Ísrael eru saman í riðli í Þjóðadeildinni og sú keppni gefur, rétt eins og þegar Ísland fór í umspil fyrir EM 2020, síðustu lausu sætin á EM 2024. Keppnin ræður því einnig í hvað styrkleikaflokki Ísland verður í fyrir undankeppni EM. Það hvernig Þjóðadeildin og undankeppni EM spila saman er kannski svolítið flókið en í stuttu máli er hægt að segja að ef Ísland endar fyrir ofan Ísrael og Albaníu í Þjóðadeildinni tryggir liðið sér að lágmarki sæti í fjögurra liða umspili um sæti á EM. Það umspil fer fram í mars 2024, þremur mánuðum áður en flautað verður til leiks í Þýskalandi, en liðin sem komast beint á EM í gegnum undankeppnina á næsta ári munu vitaskuld ekki þurfa á því umspili að halda. Jafnvel þó að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils í Þjóðadeildinni gæti bara það að vera í B-deild keppninnar dugað Íslandi til að fá sæti í EM-umspilinu. Það má því segja að Þjóðadeildin veiti varaleið inn á EM – varaleið sem Ísland var svo nálægt því að nýta fyrir Evrópumótið sem fram fór í fyrra. Ísland leikur tvo leiki við Ísrael og einn við Albaníu núna í júní og er fyrsti leikurinn í Haífa í Ísrael í kvöld. Síðasti leikur Íslands er svo útileikur gegn Albaníu í september. Miðað við stöðu liðanna á heimslista ætti að vera raunhæft markmið fyrir Ísland að enda fyrir ofan þessi tvö lið. Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45 Gæfi liðinu mikið að vinna riðilinn og engin hætta á falli Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Ísland, Ísrael og Albanía eru saman í riðli tvö af fjórum, í B-deild Þjóðadeildarinnar. Sextán bestu lið Evrópu eru í A-deildinni, sextán í B-deild, sextán í C-deild og sjö í tveimur riðlum í D-deild, lökustu deildinni. Our first UEFA Nations League predictions! We project Denmark , Portugal , England , and Belgium to contest the finals (not controversial at all).We like Ukraine , Albania , Finland , and Serbia to get promoted. How are you feeling about the Nations League? pic.twitter.com/SRIvVAfI9h— We Global Football (@We_Global) June 1, 2022 Rússland átti að vera fjórða liðið í riðli Íslands en var sparkað út vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar með getur Ísland ekki fallið niður í C-deild því það verður hlutskipti Rússa. Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur í september og hjá bestu liðum Evrópu tekur þá við undirbúningur fyrir HM í Katar sem fram fer í nóvember og desember. Á næsta ári, frá mars og fram í nóvember, verður svo öll undankeppni EM leikin í fimm landsleikjagluggum. Þar verður leikið í 5-6 liða riðlum og dregið verður í riðlana 9. október, og mun lokastaðan í Þjóðadeildinni ráða því í hvaða styrkleikaflokka lið raðast fyrir dráttinn. Ísland þarf að vinna sinn riðil til að komast í 2. styrkleikaflokk en fer annars í 3. flokk. Í undankeppni EM komast svo tvö efstu liðin beint á EM, rétt eins og síðast þegar Frakkland og Tyrkland komust áfram úr riðli Íslands eftir harða baráttu. Ísland sat þá eftir í 3. sæti en komst í fjögurra liða umspil vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, vann þar Rúmeníu en tapaði úrslitaleik gegn Ungverjalandi. Sætið í B-deildinni gæti dugað til umspils Það ræðst svo endanlega af því hvaða lið komast beint á EM í gegnum undankeppnina hvaða lið fara í umspil um þrjú síðustu lausu sætin á EM. Það ættu að vera liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild, liðin fjögur sem vinna sinn riðil í B-deild, og loks liðin fjögur sem vinna sinn riðil í C-deild. Ef eitthvert þessara liða verður búið að vinna sér sæti á EM, sem ljóst er að mun gerast, fær besta liðið úr D-riðli að koma inn í umspilið í staðinn, og svo þau lið sem enduðu efst samkvæmt heildarstöðu Þjóðadeildarinnar en hafa ekki þegar unnið sér sæti á EM. Þess vegna gæti vera Íslands í B-deild ein og sér á endanum mögulega dugað til að liðið fengi sæti í EM-umspilinu.
Leikir Íslands í júní Ísrael - Ísland fimmtudaginn 2. júní kl. 18:45 Ísland - Albanía mánudaginn 6. júní kl. 18:45 San Marínó - Ísland, vináttulandsleikur, fimmtudaginn 9. júní kl. 18:45 Ísland - Ísrael mánudaginn 13. júní 18:45
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira