Patrik Sigurður ásakaður um svindl í Noregi: Gerir markið minna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 08:01 Patrik Sigurður Gunnarsson ver mark Viking í Noregi. Liðið situr sem stendur í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@vikingfotball Patrik Sigurður Gunnarsson, einn af landsliðsmarkvörðum Íslands og aðalmarkvörður Viking í Noregi, hefur verið ásakaður um svindl með félagsliði sínu. Hann er talinn gera mark sitt vísvitandi minna er Viking leikur á heimavelli. Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Aftenbladet í Noregi greinir frá þessu og birtir myndir þessu til sönnunar. Þá ræddi blaðið einnig við Patrik Sigurð – sem nú er staddur með íslenska landsliðinu – um málið. „Þetta er ákveðin hefð sem ég geri fyrir leiki, þetta lætur mér líða vel. Ekkert meira en það að ég sparka aðeins í stangirnar,“ segir Patrik Sigurður. Samkvæmt Aftenbladet gerði Patrik Sigurður þó mun meira en það í síðustu tveimur heimaleikjum liðsins gegn Jerv og HamKam. Eftir að aðstoðardómari leiksins hafði skoðað markið og samþykkt að allt væri með felldu þá ku markvörðurinn hafa fært báðar stangirnar örlítið inn á við. https://t.co/e8wRsJicgk— Aftenbladet.no (@StvAftenblad) May 30, 2022 Patrik segir það aldrei hafa verið ætlun sína að svindla. Þetta sé aðeins hefð eða hálfgerð hjátrú hjá honum. Bendir hann á hina ýmsu tilburði sem markverðir gera rétt áður en leikur hefst, hvort sem það er að slá í þverslá sína eða sparka í marksúlurnar. Markvörðurinn neitar því alfarið að þetta sé gert af ásettu ráði og bendir á að það sé innan verkahring dómara leiksins að staðfesta að ekkert sé að mörkunum. Erik Nevland, yfirmaður knattspyrnumála hjá Viking, segir málið líta illa út en persónulega hafði hann ekki tekið eftir þessu. „Þetta kemur á óvart. Það er erfitt fyrir mig að segja hvað er hefð og hvað er ekki. Það er samt ekki hægt að framkvæma hefðina ef hún breytir stærð marksins, það gengur ekki. Það er erfitt fyrir mig að tjá mig frekar um málið,“ sagði Nevland er Aftenbladet óskaði eftir skoðun hans. Nevland og Patrik sögðu þó báðir að markvörðurinn þyrfti að breyta hefð sinni þar sem þessi hefur áhrif á regluverk leiksins.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira