Daði stýrir markaðs- og umhverfismálum hjá Krónunni Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2022 08:57 Daði Guðjónsson. Krónan Daði Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni og mun hefja störf í ágúst. Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta. Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Í tilkynningu frá Krónunni segir að Daði búi að viðamikilli reynslu og þekkingu á markaðsmálum og stefnumótun verkefna og hafi síðastliðin átta ár starfað sem fagstjóri neytendamarkaðssetningar hjá Íslandsstofu og stýrt þar erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar. „Þar áður starfaði Daði m.a. sem markaðsstjóri hjá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn, útsendingarstjóri hjá RÚV og fyrir auglýsingastofuna Kapital. Dæmi um markaðsherferðir sem Daði hefur stýrt hjá Íslandsstofu er Íslandsveruleikinn Icelandverse og hátalaraherferðin Let it Out. Auk þess stýrði Daði nýjasta útspilinu OutHorse þar sem ferðalöngum gefst kostur á að „úthesta“ vinnupósti sínum meðan á fríinu stendur. Markaðsverkefnin hafa hlotið alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar og náð til milljóna manna um allan heim,“ segir í tilkynningunni. Daði er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í hagfræði, með fjölmiðlafræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands. Spennandi Haft er eftir Daða að það sé gríðarlega spennandi að hefja störf hjá fyrirtæki eins og Krónunni. „Krónan er verðmætt vörumerki sem hefur verið í fararbroddi í smásölu þegar kemur að nútímalegriþjónustu, samfélagslegri ábyrgð, umhverfisábyrgum starfsháttum, og ekki síst virkri umhyggju og eflingu starfsfólksins. Krónan hefur komið öllum þessum þáttum rækilega á framfæri og það er spennandi og verður gefandi að fá tækifæri til að halda áfram því árangursríka markaðsstarfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Daði. Ásta Sigríður Fjeldsted er framkvæmdastjóri Krónunnar.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Ástu Sigríði Fjeldsted, framkvæmdastjóra Krónunnar, að Krónan hafi markvisst byggt upp traust og styrkt ímynd sína meðal viðskiptavina sinna og hafi í fyrra verið valið vörumerki ársins fyrir framúrskarandi markaðssetningu samkvæmt árlegri könnun MMR. „Við byggjum á sterkum grunni en markaðurinn er í sífelldri þróun og því er mikilvægt að hafa skýra og framúrstefnulega sýn fyrir framtíðina. Daði hefur sannað sig sem frumkvöðull innan geirans og við hlökkum til að hefja vegferðina með honum og því flotta teymi sem starfar hjá Krónunni,“ segir Ásta.
Auglýsinga- og markaðsmál Vistaskipti Verslun Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira