Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Hólmfríður Gísladóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Samúel Karl Ólason skrifa 30. maí 2022 06:47 Aðskilnaðarsinnar í Donetsk skjóta sprengjum á hversveitir Úkraínumanna. Getty/Leon Klein Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira