Vilja stuðla að auknu valfrelsi um hvar fólk vinnur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2022 20:58 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða. Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður. Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að þingið feli Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra að framkvæma úttekt á tækifærum í fjarvinnu og fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Samkvæmt tillögunni ætti úttektinni að vera lokið fyrir árslok 2022 og niðurstöður hennar kynntar fyrir Alþingi næsta vor. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir tækifæri geta falist í aukinni fjarvinnu hér á landi. „Þar var ég með í huga að við drögum lærdóm af heimsfaraldrinum. Það var margt þar sem okkur þótti erfitt, en þessi tími leiddi af sér nýja hugsun og nýja nálgun um það að skrifstofan sé kannski ekki eini vinnustaðurinn.“ Fjarvinna þar sem fjarvinna hentar Þorbjörg vonast til að úttektin leiði í ljós ávinninginn sem fjarvinna getur haft í för með sér. „Fólk talar um betri einbeitingu, meiri framleiðni, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Það felast í þessu tækifæri fyrir fólk á landsbyggðinni, að það geti unnið vinnuna sína óháð staðsetningu. Þetta er til þess fallið að draga úr umferð og hafa jákvæð áhrif á samgöngur og styðja við loftslagsmarkmið stjórnvalda.“ Kannanir um Evrópu sýni ánægju starfsfólks og yfirmanna með fjarvinnu. Þorbjörg segir mikilvægt að fólk hafi val. „Auðvitað á fjarvinna ekki við í öllum störfum. Það blasir auðvitað við, og hún hentar ekki öllu fólki. En þar sem hún á við, getur þetta atriði, valfrelsi og að hafa meira um sín mál að segja, stuðlað að þessum jákvæðu þáttum sem ég nefndi,“ segir Þorbjörg Sigríður.
Fjarvinna Alþingi Viðreisn Vinnumarkaður Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira