Tvíburasystur dúxuðu með nákvæmlega sömu meðaleinkunn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. maí 2022 21:07 Þær systur hafa hjálpast að með námið. Það skilaði sér í meðaleinkunn upp á 9,32, hjá þeim báðum. Vísir/Vésteinn Tvíburasystur sem dúxuðu menntaskóla með sömu lokaeinkunn, upp á kommu, segja dýrmætt að eiga lærdómsfélaga í gegnum skólagönguna. Þrátt fyrir að hafa hjálpast að með námið var keppnisskapið aldrei langt undan. Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót. Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Dúxar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Tvíburasysturnar Ásrún Adda og Þóra Kristín útskrifuðust í gær frá Menntaskóla Borgarfjarðar, með besta námsárángur útskriftarnema skólans í ár. Þær voru með sömu meðaleinkunn, upp á kommu, níu komma þrjátíu og tvo. Voruð þið í einhverri keppni, um hvor ykkar yrði með hærri meðaleinkunn og taka dúxinn? „Ekki endilega, en það alltaf á milli systra hvor verður hærri og eitthvað svoleiðis,“ segir Þóra. Þeim systrum kom nokkuð á óvart að hafa verið með sömu einkunn, en þær fengu ekki að vita lokaeinkunnir sínar fyrr en á útskriftarathöfninni. Þar var nafn Ásrúnar lesið upp á undan Þóru. Voruð þið þá farnar að hugsa að önnur ykkar myndi taka þetta og hin ekki? „Já þá vorum við farnar að hugsa að ég væri búin að vinna þetta og Þóra ekki, en svo þegar hún fékk sína einkunn þá kom þetta mjög á óvart,“ segir Ásrún. Hjálpin er aldrei langt undan Þær systur segja lítinn sem engan mun hafa verið á einkunnaspjöldum þeirra og eru ekki í vafa um hver lykillinn að námsárangri sé. „Við höfum alltaf sagt það að við skiljum ekki hvernig fólk getur lært án þess að vera með einhvern annan hjá sér. Við höfum alltaf verið tvær að læra saman, og það hjálpar mjög mikið. Það að geta talað saman og ef einhver veit ekki neitt þá getum við spurt hvor aðra. Það er eitt af því sem er lykillinn, og bara að vinna reglulega,“ segir Þóra. „Og gera verkefnin bara eins vel og maður getur,“ segir Ásrún. Framtíðin er alls óráðin hjá Ásrúnu og Þóru. Þær stefna á að hefja vinnu í haust, og ætla að sjá til hvert framtíðin leiðir þær eftir áramót.
Skóla- og menntamál Tímamót Framhaldsskólar Borgarbyggð Dúxar Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira