Framleiðendur segja tímasetningu ákæra óheppilega Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 23:26 Þessi mynd var tekin af Spacey í dómsal í Bandaríkjunum þegar hann kom fyrst fyrir dóm vegna meints kynferðisofbeldis. Nicole Harnishfeger-Pool/Getty Images Framleiðendur kvikmyndar sem Kevin Spacey leikur í segja tímasetningu fjögurra ákæra, sem gefnar voru út á hendur leikaranum í gær, vera óheppilega. Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni. Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndarinnar Peter five eight reyna nú að selja dreifingaraðilum sýningarétt að henni á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Það væri ekki í frásögur færandi ef aðalleikarinn, Kevin Spacey, hefði ekki verið ákærður fyrir fjögur kynferðisbrot í gær. Leikarinn hefur lítið sem ekkert leikið síðan fjölmargir karlmenn stigu fram og sökuðu hann um kynferðisofbeldi árið 2017 þegar #MeToo byltingin stóð sem hæst. Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla. Framleiðendur Peter five eight ákváðu samt sem áður að ráða hann til að leika aðalhlutverk myndarinnar og þeir virðast ekki telja nokkuð athugavert við þá ákvörðun. Fleiri vilji sjá Spacey á skjánum en ekki „Það er óheppilegt að aukin neikvæð umfjöllun verði á sama tíma og Kevin byrjar að vinna á ný, en það mátti svo sem búast við henni. Það er til fólk sem vill ekki að hann leiki en mun fleiri aðdáendur hans um allan heim hafa beðið eftir endurkomu leikara, sem þeir hafa dáð í áratugi, á stóra tjaldið,“ segir í tilkynningu frá framleiðendunum. Peter five eight er ekki eina myndin sem Spacey hefur leikið í undanfarið en á eftir að gefa út. Hann fer einnig með aðalhlutverk í kvikmynd um fyrsta forseta Króatíu og kvikmynd Michaels Hoffmans um Gore Vidal. Þá fer hann með hlutverk lögreglumanns í kvikmynd Francos Nero, The man who drew god, sem fjallar um blindan mann sem er sakaður um kynferðisbrot gegn barni.
Bíó og sjónvarp Mál Kevin Spacey Tengdar fréttir Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot á ný Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega. 26. maí 2022 15:07