Lögreglan skutlaði manni í strætó sem gekk síðan í skrokk á bílstjóranum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2022 08:11 Strætisvagninn var á leið til Akureyrar og átti árásin sér stað við lokastoppistöð ferðarinnar. Vísir/Vilhelm Maður sem var skilinn eftir af strætó á bensínstöð á Blönduósi fékk far með lögreglunni að Varmahlíð þar sem hann fór aftur í vagninn. Þegar komið var að endastöð gekk hann í skrokk á strætóbílstjóranum ásamt félaga sínum. Fréttablaðið greinir frá því að 19. maí síðastliðinn hafi farþegi sem var á leið norður á land ásamt félaga sínum orðið eftir við stopp á bensínstöð á Blönduósi. Maðurinn hafi farið inn að kaupa sér pylsu en bílstjórinn þurfti að halda ferð sinni áfram þar sem maðurinn var of lengi inni. Félagi hans varð einn eftir í vagninum og byrjaði að þá að skammast í bílstjóranum. Fundu manninn og skutluðu honum í Varmahlíð Þegar bílstjórinn var kominn í Varmahlíð hafði stjórnstöð Strætó bs. samband við hann og bað hann um að bíða þar á meðan lögreglan skutlaði manninum aftur að vagninum. Lögreglumenn höfðu fundið manninn og ákveðið að gera honum greiða þar sem þeir voru á leið til Skagafjarðar. Þegar maðurinn var kominn aftur í vagninn var ferðinni haldið áfram til Akureyrar þar sem seinasta stoppistöð ferðarinnar er. Sakaður um að stela hring Þar opnaði bílstjórinn töskurýmið fyrir farþegana og beið eftir því að allir tækju töskurnar sínar þegar annar mannanna sakar hann um að hafa stolið hring af sér. Bílstjórinn neitaði því og þá byrjuðu félagarnir að ganga í skrokk á honum. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hjá stjórnendum Strætó. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Fréttablaðið að beiðni lögreglunnar um að vagninn skildi bíða eftir þeim sé ansi óvenjuleg. Lögreglan hafi aldrei beðið um slíkt áður. Lögreglumál Akureyri Strætó Blönduós Skagafjörður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá því að 19. maí síðastliðinn hafi farþegi sem var á leið norður á land ásamt félaga sínum orðið eftir við stopp á bensínstöð á Blönduósi. Maðurinn hafi farið inn að kaupa sér pylsu en bílstjórinn þurfti að halda ferð sinni áfram þar sem maðurinn var of lengi inni. Félagi hans varð einn eftir í vagninum og byrjaði að þá að skammast í bílstjóranum. Fundu manninn og skutluðu honum í Varmahlíð Þegar bílstjórinn var kominn í Varmahlíð hafði stjórnstöð Strætó bs. samband við hann og bað hann um að bíða þar á meðan lögreglan skutlaði manninum aftur að vagninum. Lögreglumenn höfðu fundið manninn og ákveðið að gera honum greiða þar sem þeir voru á leið til Skagafjarðar. Þegar maðurinn var kominn aftur í vagninn var ferðinni haldið áfram til Akureyrar þar sem seinasta stoppistöð ferðarinnar er. Sakaður um að stela hring Þar opnaði bílstjórinn töskurýmið fyrir farþegana og beið eftir því að allir tækju töskurnar sínar þegar annar mannanna sakar hann um að hafa stolið hring af sér. Bílstjórinn neitaði því og þá byrjuðu félagarnir að ganga í skrokk á honum. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hjá stjórnendum Strætó. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir í samtali við Fréttablaðið að beiðni lögreglunnar um að vagninn skildi bíða eftir þeim sé ansi óvenjuleg. Lögreglan hafi aldrei beðið um slíkt áður.
Lögreglumál Akureyri Strætó Blönduós Skagafjörður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira