Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 14:42 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, vill ekki gefa upp hvort flokkurinn geri kröfu um borgarstjórastólinn. Vísir/Vilhelm Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“ Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti flokksins í Reykjavík, segir margt benda til að almenn ánægja sé með verk Pírata á síðasta kjörtímabili meðal kjósenda þar sem flokkurinn hafi verið sá eini í núverandi meirihlutasamstarfi sem bætti við sig fylgi milli kosninga. Það fari ekki á milli mála hvaða línur Píratar leggi í viðræðunum. „Við höfum stundum verið kölluð harðlínugræn þannig við viljum halda fast í loftslagsáherslurnar, Borgarlínu og vistvænar samgöngur og teljum ekki eðlilegt að víkja frá þeim áhersluatriðum,“ sagði Dóra Björt að loknum blaðamannafundi í Grósku í dag þar sem flokkarnir greindu frá upphafi meirihlutaviðræðna. „Við erum auðvitað líka flokkur lýðræðis og gagnsæis og það skiptir okkur miklu máli hvernig hlutirnir eru gerðir, fagleg vinnubrögð og upplýst ákvarðanataka. Þetta eru þættir sem við víkjum ekki frá enda tól og tæki í baráttunni gegn spillingu sem okkur er svo hugleikin,“ bætti hún við. Vill hafa Viðreisn með Takist Samfylkingu, Framsókn, Pírötum og Viðreisn að mynda meirihluta í borginni verða flokkarnir samtals með þrettán borgarfulltrúa af 23. Sumir hafa velt vöngum yfir því hvers vegna stærri flokkarnir hafi ákveðið að taka Viðreisn með í viðræðurnar í ljósi þess að þeir geti myndað meirihluta án Þórdísar Lóu Þórhallsdótturr, eina borgarfulltrúa Viðreisnar. Dóra Björt telur að það styrki meirihlutann að hafa breiðari skírskotun. „Mér finnst það lýðræðislegt að við séum aukinn meirihluti. Við höfum fleiri atkvæði á bakvið okkur sem þessi heild, við höfum fleiri raddir borgarbúa sem komast þá að borðinu. Við það að slípa ákvarðanatöku og sníða af annmarka og þannig að getum við átt upplýst og lýðræðislegt samtal fleirum til heilla.“ Hver á að verða næsti borgarstjóri? „Ég. Nei, það kemur allt í ljós,“ segir Dóra Björt létt í bragði. Ótímabært sé að ræða hvort Píratar geri kröfu um borgarstjórastólinn eða stjórn ákveðinna ráða og nefnda. „Við þurfum fyrst að ræða málefnin og komast að lendingu þar. Það er stóra myndin og það sem skiptir mestu máli. Svo er alltaf spurning hvernig eigi að fylgja því eftir og hvernig verkaskiptingin á að vera og utanumhaldið. Það skiptir líka máli en það er eitthvað sem kemur eftir á og mótast kannski svolítið í hugum okkar þegar við erum að skoða málefnin og vinna með þau.“
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40 Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Viðreisn hafi aðkomu frá hægri í meirihlutaviðræðunum Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna. 24. maí 2022 14:40
Segir Sjálfstæðisflokk ítrekað hafa reynt samtal við Viðreisn og VG Sjálfstæðisflokkurinn reyndi ítrekað að fá Viðreisn og Vinstri græna til samtals við sig um mögulega meirihlutamyndun. Þetta segir oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann segist ekki ætla að gera kröfu um borgarstjórastólinn áður en meirihlutaviðræður hefjast. 24. maí 2022 14:31
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06