Vona að lífeyrissjóðirnir komi inn í félagið með fjármagn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. maí 2022 22:26 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Stöð 2 Verkalýðshreyfingin varar við ófremdarástandi á leigumarkaði og hefur komið á fót nýju leigufélagi til að bregðast við stöðunni. Vonir eru bundnar við að lífeyrissjóðirnir taki þátt og að áhersla verði lögð á langtímasjónarmið, líkt og á Norðurlöndunum. Húsnæðisfélagið Blær var formlega sett á fót í dag en félagið mun framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði í auknum mæli og fyrir stærri hóp en hefur hingað til verið gert. Félagið er systurfélag Bjargs en það er þó rekið á meiri félagslegum grunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndin sé að koma með félag sem er á milli markaðarins og félagslega kerfisins. „Við erum að smíða þetta utan um vonandi að lífeyrissjóðirnir komi að með fjármagn og fjárfesti, og sömuleiðis líka að sveitarfélögin geti þá komið inn með lóðir sem eru þá notaðar í jákvæðum tilgangi, það er að segja að byggja undir húsnæðis- og framfærsluöryggi fólks,“ segir Ragnar. Skiptir máli hverjir eru að baki Undirbúningurinn hefur verið í gangi undanfarin ár en um er að ræða samstillt átak Alþýðusambandsins, BSRB og VR. Í hinu nýja félagi verða engin tekju eða eignarmörk heldur er það byggt á kerfi sem hefur virkað á Norðurlöndunum, þar sem langtímasjónarmið eru í forgrunni og hóflegar arðsemiskröfur gerðar. Það skipti máli hverjir eru að baki félagsins og hverjir eru með fjármagnið. „Það hefur alveg sýnt sig að fjárfestar sem fara fram með sambærilegum hætti og þeir gera á mörkuðum eru ekki hæfir til að eiga félög sem að leigja út húsnæði,“ segir Ragnar. Skortur á langtímasjónarmiðum hingað til Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði og gerði starfshópur á vegum þjóðhagsráðs tillögur að umbótum í síðustu viku. Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir að með félaginu, sem og Bjargi sem er systurfélag Blævar, sé verkalýðshreyfingin að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Stöð 2 „Þetta er hugsað til langs tíma, þetta er ekki hugsað sem ágóði fyrir fjármagnseigendur heldur fyrst og fremst út frá húsnæðisöryggi landsmanna og það bara er hugsun sem hefur vantað,“ segir Drífa. „Það sem vantar sárlega eru leigufélög sem að ætla sér að vera til langs tíma, sem ætla sér ekki að koma inn á markaðinn, soga út fjármagn af honum og fara annað.“ Í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð en sömuleiðis þarf að tryggja öryggi leigjenda. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því,“ segir Drífa. Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22. maí 2022 13:09 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Húsnæðisfélagið Blær var formlega sett á fót í dag en félagið mun framleiða og byggja húsnæði á hagkvæmu verði í auknum mæli og fyrir stærri hóp en hefur hingað til verið gert. Félagið er systurfélag Bjargs en það er þó rekið á meiri félagslegum grunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að hugmyndin sé að koma með félag sem er á milli markaðarins og félagslega kerfisins. „Við erum að smíða þetta utan um vonandi að lífeyrissjóðirnir komi að með fjármagn og fjárfesti, og sömuleiðis líka að sveitarfélögin geti þá komið inn með lóðir sem eru þá notaðar í jákvæðum tilgangi, það er að segja að byggja undir húsnæðis- og framfærsluöryggi fólks,“ segir Ragnar. Skiptir máli hverjir eru að baki Undirbúningurinn hefur verið í gangi undanfarin ár en um er að ræða samstillt átak Alþýðusambandsins, BSRB og VR. Í hinu nýja félagi verða engin tekju eða eignarmörk heldur er það byggt á kerfi sem hefur virkað á Norðurlöndunum, þar sem langtímasjónarmið eru í forgrunni og hóflegar arðsemiskröfur gerðar. Það skipti máli hverjir eru að baki félagsins og hverjir eru með fjármagnið. „Það hefur alveg sýnt sig að fjárfestar sem fara fram með sambærilegum hætti og þeir gera á mörkuðum eru ekki hæfir til að eiga félög sem að leigja út húsnæði,“ segir Ragnar. Skortur á langtímasjónarmiðum hingað til Verkalýðshreyfingin hefur undanfarið varað við ófremdarástandi á leigumarkaði og gerði starfshópur á vegum þjóðhagsráðs tillögur að umbótum í síðustu viku. Drífa Snædal, formaður ASÍ, segir að með félaginu, sem og Bjargi sem er systurfélag Blævar, sé verkalýðshreyfingin að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Drífa Snædal, forseti ASÍ.Stöð 2 „Þetta er hugsað til langs tíma, þetta er ekki hugsað sem ágóði fyrir fjármagnseigendur heldur fyrst og fremst út frá húsnæðisöryggi landsmanna og það bara er hugsun sem hefur vantað,“ segir Drífa. „Það sem vantar sárlega eru leigufélög sem að ætla sér að vera til langs tíma, sem ætla sér ekki að koma inn á markaðinn, soga út fjármagn af honum og fara annað.“ Í grunninn er ljóst að það þurfi að auka framboð en sömuleiðis þarf að tryggja öryggi leigjenda. „Þetta er bara eitt stærsta lífskjaramálið, það eru húsnæðismálin. Það er að búa í öruggu húsnæði, það er að vera með húsnæði á viðráðanlegum kjörum, og þetta er eitt skref í því,“ segir Drífa.
Húsnæðismál Leigumarkaður Stéttarfélög Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22. maí 2022 13:09 „Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31 Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05 Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24 Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Ríkið þurfi að koma böndum á leiguverð Hagfræðingur sem sat í starfshópi sem skilaði á dögunum um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði til stjórnvalda segir að breyta þurfi húsnæðisstuðningi svo hann nái fyrst og fremst til tekjulágra og byggja þurfi upp í almenna íbúðakerfinu. Þar að auki þurfi að koma böndum á leigumarkaðinn svo tryggja megi húsnæðisöryggi leigjenda. 22. maí 2022 13:09
„Þetta lítur bara alveg skelfilega út“ Skelfileg staða blasir við á leigumarkaði að sögn formanns VR. Ísland er aftarlega á merinni þegar kemur að heilbrigðum húsnæðismarkaði og í málaflokknum er þörf á efndum, en ekki nefndum. 21. maí 2022 18:31
Líst ekki á leiguþak og óttast að of ströng skilyrði geti skaðað framboð Fjármála- og efnahagsráðherra líst ekki á hugmyndir um leiguþak hér á landi líkt og aðrir ráðherrar hafa talað fyrir. Hann óttast að of ströng skilyrði geti orðið til þess að skaða framboð á leigumarkaði. Nauðsynlegt sé þó að bæta stöðu leigjenda og gera umbætur á húsnæðismarkaði, þar sem ofboðslegur vandi blasir við. 21. maí 2022 12:05
Endurnýjaðir leigusamningar Ölmu ekki hækkaðir umfram verðbólgu Stjórn Ölmu íbúðafélags hefur ákveðið að út þetta ár verði endurnýjaðir leigusamningar félagsins ekki hækkaðir umfram hækkun vísitölu neysluverðs en hún mælist núna 7,2 prósent. 19. maí 2022 18:24
Byggja þarf um 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum Starfshópur stjórnvalda um húsnæðismál kynnti í dag skýrslu um úrbætur á húsnæðismarkaði til að auka framboð og stuðla að stöðugleika, bæði til skamms og langs tíma. Hjá starfshópnum er mikil samstaða um mikilvægi þess að tryggja aukið framboð íbúða til að stuðla að stöðugleika á húsnæðismarkaði. 19. maí 2022 15:59