Mbappé hélt upp á nýja samninginn með því að skora þrennu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 21:01 Mbappé skoraði þrjú í kvöld. EPA-EFE/Mohammed Badra Kylian Mbappé skoraði þrennu er París Saint-Germain valtaði yfir Metz 5-0 í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Fyrr í dag bárust þær fregnir að Mbappé hefði ákveðið að gefa Real Madríd fingurinn og endursemja í París. Talið var öruggt mál að Mbappé myndi semja við Real er samningur hans rynni út í sumar. Til að bæta gráu ofan á svart þá virðist Paul Pogba vera á leiðinni til Juventus og Erling Braut Håland hefur samið við Manchester City. Sem stendur er þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger eini leikmaðurinn á leiðinni til Real í sumar. Mbappé hélt svo upp á nýja samninginn í París – sem hann á þó enn eftir að skrifa undir – með því að skora þrennu í þægilegum 5-0 sigri meistaraliðs PSG á Metz í kvöld. Mbappé hóf veisluna á 25. mínútu og bætti við öðru marki þremur mínútum síðar. Bæði mörkin lögð upp af Argentínumönnum, Angel Di María lagði upp fyrsta markið og Lionel nokkur Messi það síðara. Neymar bætti við þriðja marki PSG aðeins þremur mínútum eftir annað mark Mbappé og staðan 3-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Mbappé fullkomnaði þrennu sína snemma í síðari hálfleik og varð útlitið bjartara fyrir Metz þegar Boubacar Traore lét reka sig út af átta mínútum síðar eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald í leiknum. Kylian Mbappé s Saturday: Rejects Real Madrid Signs huge new PSG contract Hat trick vs. Metz pic.twitter.com/VOztne4AfN— B/R Football (@brfootball) May 21, 2022 Di María skoraði fimmta mark PSG á 67. mínútu og þó nóg hafi verið eftir af leiknum þá urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 5-0. PSG endar tímabilið með 86 stig, fimmtán stigum meira en Monaco og Marseilla sem enda tímabilið í 2. og 3. sæti.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira