Óvæntrar samsetningar gæti verið að vænta Snorri Másson skrifar 18. maí 2022 19:58 Hildur skælbrosandi eftir fyrstu tölur á laugardagskvöld, en Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex fulltrúa. Stöð 2 Oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík segir að dregið geti til óvæntra tíðinda í stjórnarmyndunarviðræðum í Reykjavík á næstu dögum. Fleiri en ein stjórn komi til greina fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins hefur nú rætt við alla oddvita hinna flokkanna. Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“ Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Það eru að verða komnir fjórir dagar frá því að niðurstöður kosninga lágu fyrir og enn er ekkert farið að skýrast með myndun meirihluta í borginni. Að teknu tilliti til alls og alls er það helst stjórn Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sem rætt er um. Það eru þrettán. Dagur, Einar og Dóra gætu þó komist að þeirri niðurstöðu að þau þyrftu ekki á Þórdísi að halda, enda þarf bara að telja upp að tólf. Á sama hátt gæti Þórdís Lóa endurskoðað óformlegt bandalag sitt með Samfylkingu og Pírötum, farið og rætt við Sjálfstæðisflokk og myndað stjórn með honum, Framsóknarflokki og Flokki fólksins. Það er líka eini sjáanlegi möguleiki Sjálfstæðisflokksins, nema ef Samfylkingin kysi að vinna með honum. Samfylking og Sjálfstæðisflokkur ekki fyrsti kostur „Það er ekki fyrsti kostur. En allt má skoða,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Dagur vill ekki tala við ykkur? „Við höfum ekki rætt saman símleiðis.“ Hildur segist ósammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé í þröngri stöðu; og ítrekar að fleiri en einn möguleiki sé í stöðunni fyrir flokkinn. „Það eru ýmis mynstur í umræðunni og ég held að það muni koma svolítið í ljós, hvað er verið að ræða og það gæti orðið svolítið óvænt.“ Þannig að þú boðar tíðindi? „Hugsanlega. Það er að minnsta kosti verið að ræða lausnir sem gætu markað ákveðin tíðindi.“ Hvenær má vænta þeirra? „Ég veit það ekki. Við erum bara að taka þessa umræðu og að vanda okkur öll, þannig að kannski í kvöld, kannski á morgun, maður skal ekki segja. Ég gef bara loðin svör. Trúnaður skiptir öllu þegar maður er í svona viðkvæmum umræðum.“
Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20 Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sigurður Ingi segir bæjarfulltrúum flokksins ekki fyrir verkum Formaður Framsóknarflokksins segir sveitarstjórnarfulltrúa flokksins best til þess fallna að ákveða með hvaða öðrum flokkum þeir vilji starfa á komandi kjörtímabili og hvort krefjast eigi tiltekinna embætta. Oddviti flokksins í borginni fundaði einslega með hverjum og einum oddvita annarra flokka í dag. 17. maí 2022 19:20
Telur Viðreisn fremur en Framsókn vera í lykilstöðu í borginni Það er Viðreisn, fremur en Framsóknarflokkurinn, sem er í lykilstöðu þegar kemur að myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, að mati Baldurs Þórhallssonar, prófessors í stjórnmálafræði. 18. maí 2022 12:25