Heimilin ættu að búa sig undir aukna verðbólgu og hærri vexti Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 19:21 Mikill skortur hefur verið á íbúðarmarkaðnum undanfarin misseri og íbúðaverð rokið upp. Töluverður fjöldi íbúða er á leið inn á markaðinn á næsta ári. Stöð 2/Sigurjón Heimilin í landinu ættu að búa sig undir að meginvextir Seðlabankans hækki í allt að sex prósent fyrir árslok að mati Greiningar Íslandsbanka. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af innfluttri verðbólgu en húsnæðismarkaðurinn komist vonandi í jafnvægi á næsta ári. Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Þótt vextir, sem hafa verið í sögulegu lágmarki um nokkurt skeið, hafi hækkað hratt að undanförnu eru raunvextir enn neikvæðir vegna mikillar verðbólgu, sem allir greiningaraðilar eru sammála um að eigi eftir að aukast. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir raunvexti ekki geta verið neikvæða til lengri tíma. BergþóraBaldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að reikna megi með að megin vextir Seðlabankans fari upp í allt að sex prósent fyrir lok ársins.Stöð 2/Sigurjón „Raunvextir verða að fara yfir núlllið. Á meðan þeir eru neikvæðir er peningamálastefnunefnd Seðlabankans ekki aðhaldssöm. Þá er hún í raun að drífa hagkerfið áfram í staðinn fyrir að bremsa það. Þess vegna erum við að búast við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm og sex prósent,“ segir Bergþóra. Frá lokum apríl í fyrra hefur verðbólgan aukist úr 4,6 prósentum í 7,2 prósent í lok apríl síðast liðnum. Á sama tíma hafa meginvextir Seðlabankans, eða stýrivextir, hækkað úr 0,75 prósentum í 3,75 prósent. Þar munar mest um hækkun upp á eitt prósentustig hinn 4. maí. Verðbólgan er nú 3,45 prósentustigum meiri en verðbólgan og því eru raunvextir neikvæðir í dag.Grafík/Ragnar Visage „Þess vegna erum við að búast við stýrivaxtahækkunum á þessu ári. Þeir verði jafnvel í lok ársins á milli fimm til sex prósent,“ segir Bergþóra. Það eru vissar þverstæður í stöðu efnahagsmála nú því greiningaraðilar spá miklum hagvexti í ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er spáð 5 prósenta hagvexti á þessu ári. Það dragi hratt úr atvinnuleysi þannig að skortur gæti orðið á vinnuafli. Greiningaraðilar binda vonir við að það dragi úr verðbólguþrýstingi innanlands þegar framboð á íbúðum tekur að aukast á ný. Meiri óvissa er um innflutta verðbólgu.Stöð 2/Sigurjón Íbúðaverð hefur hækkað um 22,3 prósent á síðustu tólf mánuðum og ekkert útlit fyrir að það dragi úr þeim hækkunum á næstu mánuðum að mati Greiningar Íslandsbanka. Jafnvægi náist vonandi á íbúðamarkaði um mitt næsta ár en töluverð óvissa sé með innflutta verðbólgu vegna kórónuveirufaraldursins og nú síðast stríðsins í Úkraínu. „Auðvitað höfum við töluverðar áhyggjur af innfluttu verðbólgunni. Hún er að hafa mikil áhrif á verðbólguna hér á landi eins og annars staðar. En við erum að vonast til að þegar íbúðamarkaðurinn fer að róast að það gæti vegið upp á móti innfluttri verðbólgu,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Efnahagsmál Húsnæðismál Verðlag Tengdar fréttir Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53 Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33 Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Íslandsbanki hækkar vexti óverðtryggðra húsnæðislána síðastur bankanna Íslandsbanki hyggst hækka vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,70 til 1 prósentustig, en þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum í dag. 18. maí 2022 16:53
Meiri hætta á að verðbólga á næstunni sé vanmetin en ofmetin Peningastefnunefnd Seðlabankans ræddi um það á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar að hækka vexti bankans um 75 til 100 punkta. Allir nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra að hækka vextina úr 2,75 prósentum í 3,75 prósent en fram kom í umræðu nefndarinnar að „meiri hætta [væri] á að verðbólga á næstunni væri vanmetin en að hún væri ofmetin og óvissa hefði aukist.“ 18. maí 2022 16:33
Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. 18. maí 2022 11:52