Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 11:25 Þorgerður Katrín lætur sér hvergi bregða þó hún sé ekki eins vel til höfð og að var stefnt en utanríkismálanefnd er nú stödd á eistneska þinginu. Hluti farangurs nefndarmanna skilaði sér ekki á áfangastað. Vísir/Vilhelm Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð. Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Vísir náði að heyra örsnöggt í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar en hún er ein nefndarmanna, áður en hún gekk á fund utanríkisráðherra Eista. Hún er ein þeirra sem ekki fékk sinn farangur en lætur sér hvergi bregða. „Ég bara girði mig í brók. Ég er með sparsl í handtöskunni minni þannig að þetta bjargast.“ Að sögn Þorgerðar var það svo að flestir nefndarmanna lentu í því að farangur þeirra barst ekki. Nema einn nefndarmanna fékk sína tösku í gærkvöldi, Jakob Frímann Magnússon, þekktur skart- og heimsmaður, fékk sína tösku í gærkvöldi. „Jakob Frímann er vel snyrtur í dag,“ segir Þorgerður Katrín í léttum dúr. Spurð hvort þetta sé ekki bagalegt þá telur hún svo ekki vera, eiginlega bara þvert á móti. „Þeir sjá aumur á okkur og samband okkar verður bara dýpra og betra en annars.“ Einhverjir nefndarmanna skutust í búðir fyrir allar aldir til að fata sig upp. Þorgerður Katrín fór ekki í það en fundur var í morgun með utanríkisnefnd Eistlands. Þar voru rædd samskipti Norðurlandanna og fleira. „Þeir telja mikilvægt að vera bæði í NATO og ESB að teknu tilliti til efnahagslegs- og hernaðarlegs öryggis. Það var hollt og gott fyrir andstæðinga ESB að hlusta á það. Við Logi [Einarsson formaður Samfylkingarinnar] erum þau einu hér sem hafa talað fyrir Evrópusamvinnu.“ Þá var rætt um ástandið í Úkraínu en Eistar hafa lengi varað við yfirgangi Rússa. „Gott að sjá að Vesturlöndin eru að vakna,“ sagði Þorgerður Katrín, rétt áður en blaðamaður Vísis missti hana inn á fund utanríkisráðherra Eista. Uppfært 13:46 Í fyrri útgáfu þessarar fréttar gætti misskilnings, þess að Jakob Frímann Magnússon hafi látið senda tösku sína á áfangastað áður en hann sjálfur flaug til fundar við Eista. Svo mun ekki hafa verið en lánið lék hins vegar við Jakob, því hann einn nefndarmanna fékk sína tösku með skilum eftir fundinn. Þetta hefur verið lagfært og eru lesendur sem og hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu.
Utanríkismál Eistland Alþingi Íslendingar erlendis Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira