Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2022 23:22 Lögreglumaður kemur fyrir mynd af John Cheng sem fórnaði lífi sínu til að stöðva byssumanninn í kirkjunni í Laguna Woods. AP/Jae C. Hong Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46