Byssumaðurinn sagður knúinn áfram af hatri á Taívönum Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2022 23:22 Lögreglumaður kemur fyrir mynd af John Cheng sem fórnaði lífi sínu til að stöðva byssumanninn í kirkjunni í Laguna Woods. AP/Jae C. Hong Tæplega sjötugur karlmaður sem skaut einn til bana og særði fimm til viðbótar í kirkju í sunnaverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær er kínverskur innflytjandi og var knúinn áfram af hatri á Taívönum. Árásina gerði hann í taívanskri öldungakirkju en kínversk stjórnvöld gera tilkall til Taívans. Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Byssumaðurinn er bandarískur ríkisborgari. Lögreglan í Orange-sýslu segir að svo virðist sem að fjölskylda hans hafi verið flutt nauðungarflutningum frá Kína til Taívan einhvern tímann eftir árið 1948. Hatur hans á eyjunni og eyjaskeggjum hafi hafist þá vegna þess að hann taldi að illa væri komið fram við hann þar. Byggir lögreglan þetta á handskrifuðum minnisblöðum sem fundust. Karlmaðurinn er búsettur í Las Vegas og ók hann þaðan til Laguna Woods í sunnanverðri Kaliforníu. Byrgði hann dyr Irvine taívönsku öldungakirkjunnar með keðjum, tonnataki og nöglum áður en hann hóf skothríð. Þá kom hann fyrir fjórum bensínsprengjum í kirkjunni, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Í kirkjunni skaut hann John Cheng, 52 ára gamlan lækni til bana. Don Barnes, lögreglustjórinn í Orange-sýslu, lýsir Cheng sem hetju. Hann hafi rokið á byssumanninn og reynt að afvopna hann. Fyrir vikið hafi aðrir kirkjugestir náð að stíga inn í. Prestur náði að berja byssumanninn með höfuðuð í stól og sóknarbörnin bundu hann svo á höndum og fótum með rafmangssnúrum. Fimm aðrir særðust í árásinni en Barnes segir að Cheng hafi líklega bjargað lífum á annan tug manna. Þeir sem særðust voru á bilinu 66 til 92 ára gamlir, allir af asískum uppruna, að sögn lögreglunnar. Byssumaðurinn á að koma fyrir dómara á morgun. Rannsókn stendur yfir hvort að hann hafi gerst sekur um hatursglæp samkvæmt alríkislögum. Daginn fyrir árásina í kirkjunni skaut átján ára gamall hvítur karlmaður tíu manns til bana í stórverslun í Buffalo í New York-ríki. Verslunin er í hverfi þar sem meirihluti íbúa er svartur en morðinginn aðhyllist rasíska samsæriskenningu um að verið sé að flytja inn fólk sem er ekki hvítt til Bandaríkjanna til þess að útrýma hvítu fólki.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Kína Taívan Tengdar fréttir Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58 Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Sjá meira
Einn látinn og fimm særðir eftir skotárás í kirkju Einn lést og fjórir særðust lífshættulega eftir skotárás í kirkju í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Einn hlaut minni háttar áverka. Síðast í gær létust tíu manns í annarri skotárás þar í landi. 15. maí 2022 22:58
Keyrði í þrjá tíma til að myrða svart fólk Payton S. Gendron, sem er átján ára gamall, keyrði í rúma þrjá tíma í gær til Buffalo í New York. Þegar hann var kominn á leiðarenda, um 320 kílómetrum frá heimili sínu, skaut hann tíu manns til bana og særði þrjá. Lögreglan segir árásina vera hatursglæp en Gendron fór sérstaklega til Buffalo til að myrða svart fólk. 15. maí 2022 14:46