Allt opið í Hafnarfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 16. maí 2022 20:26 Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar. Flokkurinn bætti við sig tveimur mönnum í kosningunum á laugardag. Oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en telur kjósendur kalla eftir að Samfylking og Framsókn vinni saman. Fráfarandi meirihlutaflokkarnir ræða fyrst saman. Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Spenna ríkir um meirihlutaviðræður í Hafnarfirði. Samfylkingin vann mikinn sigur á laugardaginn og bætti við sig tveimur mönnum. Flokkurinn er nú með fjóra bæjarfulltrúa, jafnmarga og Sjálfstæðisflokkurinn sem missti einn bæjarfulltrúa. Framsókn bætti við sig manni og er nú með tvo. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Valdirmar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins, ætlar að byrja á því að eiga viðræður við Rósu Guðbjartsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokks, um grundvöll fyrir áframhaldandi meirihlutasamstarfi. Eru einhverjar formlegar viðræður við Sjálfstæðisflokk hafnar? „Nei engar formlegar, þetta hefur verið óformlegt. Bæði í gær og í dag sem ég hef rætt við bæði oddvita Viðreisnar, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, en formlegar viðræður munu hefjast á næstu dögum,“ sagði Valdimar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðmundar Árni hefur óskað formlega eftir því við oddvita Framsóknar að flokkarnir tveir hefji viðræður um myndun nýs meirihluta. „Ég gerði honum grein fyrir því og hann hafði skilning á því að til að byrja með myndu flokkarnir sem hefðu meirihluta og héldu meirihluta byrja á að ræða saman þannig að ég veit af hans áhuga og hef gert honum grein fyrir því að við byrjum þetta samtal með þessum hætti,“ sagði Valdimar. Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla og formaður fjölskylduráðs í Hafnarfirði, leiðir lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningum 2022 Bæjarstjórastóllinn ræddur Gerir þú kröfu um bæjarstjórastól? „Bæjarstjórastóllinn hefur verið ræddur. Ég hef verið stjórnandi í tæp 20 ár sem skólastjóri og vissulega væri ég tilbúinn í það verkefni en það er ekki forgangsmál í samtalinu en vissulega verður það rætt.“ En ef Samfylkingin myndi gefa ykkur bæjarstjórastólinn, væri það freisting að vinna með þeim? „Samfylkingin hefur viðrað það að þeir sjái fyrir sér stjórn sem Framsókn leiðir en hins vegar erum við fyrst og fremst að horfa til málefna, hvort við náum þeim á framfæri áður en við förum að ræða um skiptingu í embætti og ráða nefndir.“ Samstarf við Sjálfstæðisflokk ekki í kortunum en samt allt opið Guðmundur Árni kannaðist ekki við að hafa boðið Framsókn bæjarstjórastólinn. Viðræður við Framsóknarflokkinn yrði á jafnréttisgrundvelli jafnvel þó að Samfylkingin hefði fengið 29% atkvæða en Framsókn 13%. „Við komum ekki inn í slíkar viðræður með neinar kröfur enda er það ekki mjög gagnlegt í pólitík og hefur aldrei verið,“ sagði Guðmundur Árni í kvöldfréttunum. Sagðist hann telja úrslit kosninganna ákall um að Framsókn og Samfylkingin komi til verka í bæjarstjórn. Spurður út í hvort að möguleiki væri á að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn ynnu saman sló Guðmundur Árni úr og í. „Það hefur aldrei verið í kortunum og er það ekki heldur núna.“ Í næstu andrá sagðist hann þó hafa átt gott samtal við Rósu í síma í dag. „Þannig að það er allt opið. Allt er opið í lífinu og ekki síst í pólitíkinni,“ sagði Guðmundur Árni. L-listinn í lykilstöðu á Akureyri Formlegar meirihlutaviðræður hefjast á Akureyri í kvöld þegar oddvitar L-listans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks funda um grundvöll fyrir meirihlutasamstarfi. „Við hittumst aðeins í gærkvöldi og ákváðum að byrja að tala saman og hittumst núna væntanlega mikið á næstu dögum,“ sagði Gunnar Líndal Sigurðsson, oddviti L-listans á Akureyri. L-listinn fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna og varð stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Akureyrar. Listinn er í lykilstöðu en oddvitinn útilokar ekki samstarf við aðra flokka.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Akureyri Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira