Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði? Svavar Halldórsson skrifar 16. maí 2022 00:01 Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun