Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 20:00 Arnar var eðlilega sáttur með sigur dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta. „Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
„Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira