Oddvitarnir yfirgefa Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. maí 2022 00:29 Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Vísir/Vilhelm Oddvitar flokkanna sem bjóða fram í Reykjavík hafa yfirgefið höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti vegna tafa á fyrstu tölum í Reykjavík. Til stóð að tilkynna fyrstu tölur í höfuðborginni á miðnætti en ljóst er að einhver töf verður á því. Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Fréttastofa fékk þær upplýsingar frá yfirkjörstjórn að ný kosningalög tefji talningu. Þannig sé „reyndasta talningafólk landsins“ að fara að nýjum reglum er varðar verklag við talningu. Oddvitarnir mættu flestir upp í Efstaleiti klukkan 23 þar sem þeir fóru allir í förðun fyrir kosningasjónvarp Ríkisútvarpsins. Eftir langa bið oddvitanna, sem margir eru með mökum sínum, hafa þeir ákveðið að yfirgefa Efstaleiti í bili hið minnsta og halda á fund stuðningsmanna sinna víða um höfuðborgarsvæðið. Þær Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, bíða óþreyjufullar eftir fyrstu tölum frá Reykjavík.Vísir/Vilhelm Fréttastofa náði tali af Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, sem er, eins og flestir aðrir oddvitar, orðin langþreytt eftir fyrstu tölum. Hún kveðst afar spennt en ekki hafa neina tilfinningu fyrir tölunum. Það sé ekki laust við þreytu eftir langa og stranga kosningabaráttu. Nú liggur fyrir að oddvitarnir þurfa að bíða aðeins lengur eftir fyrstu tölum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, og Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, bíða spennt eftir fyrstu tölum.Vísir/Vilhelm Oddvitarnir munu fylgjast með fyrstu tölum í sínum kosningavökum. Kokteill af ástæðum Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, segir ýmsar ástæður fyrir miklum töfum á fyrstu tölum úr Reykjavík. „Það er kokteill af alls konar og maður er hundfúll því maður vill að plönin haldi,“ segir Eva. Eurovision hafi valdið því að fyrri skammturinn af atkvæðum sé afar stór. „Við erum í fyrstu umferð að telja 37 þúsund atkvæði og svo er nýtt fyrirkomulag að tefja okkar frábæra talningarfólk,“ segir Eva.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Ríkisútvarpið Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira