Viðreisn er fyrir alla þó svo pólitík sé það ekki Karólína Helga Símonardóttir skrifar 13. maí 2022 21:31 Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Viðreisn Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefur mikið verið rætt um þau stóru mál sem þarf að huga að í Hafnarfirði og eru þau allmörg. En staðan er samt þannig að það eru ekki allir sem tengja við þessi málefni, finna ekki fyrir þeim í hinu daglega lífi og mörgum finnst pólitík hreinlega leiðinleg. Viðreisn vill vera flokkur sem allir geta tengt við og við viljum breyta og bæta svo margt fyrir Hafnfirðinga til þess að létta þeim lífið og gera það skemmtilegra. Mig langar að telja upp nokkur mál, stór eða smá sem ég er nokkuð viss um að flestir ef ekki allir geti tengt við. Alls ekki öll, en þó að minnsta kosti eitt. Ég vil taka það samt fram að málin eru ekki í neinni stærðar- eða áhersluröð. Viðreisn vill: Lengja opnunartíma sundlauga svo íbúar þurfi ekki að fara í nágranna sveitarfélögin til að komast í sund á kvöldin. Mötuneyti í skóla bæjarins svo börn þurfi ekki að borða mat sem búið er að geyma í bökkum í marga klukkutíma. Koma fyrir öðrum strandblaksvelli í bænum. Fjölga ruslatunnum í bænum Bæta hundasvæðin. Fjölga grænum svæðum og leikvöllum. Klára knatthúsið á Ásvöllum. Setja púttvöll hjá Hörðuvöllum. Bæta mokstur gatna á veturna og þrif á þeim á sumrin. Setja sjósunds aðstöðu við gömlu sundlaugina. Koma skiltum upp við gömul hús bæjarins þar sem saga þeirra er rituð í samvinnu við íbúa og eigendur. Bæta göngu-, reiðhjóla- og reiðstíga. Setja upp „half pipe“ eða ramp fyrir bretta og línuskauta iðkendur. Koma Reykjanesbrautinni stokk í samvinnu við Vegagerðina. Bæta útivistarsvæði i kringum bæinn. Bæta aðgengi fatlaðra, m.a. með því að rampa upp bæinn líkt og í Reykjavík. Auka stuðning við leikskólana. Auka sérfræðiþjónustu í grunnskólum. Þetta er alls ekki tæmandi listi yfir hvað við viljum gera en mig langaði engu að síður að sýna íbúum að það er alltaf eitthvað sem fólk getur tengt við og að pólitík þurfi alls ekki að vera leiðinleg. Viðreisn er nefnilega flokkur fyrir alla. Meiri Viðreisn. Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar