Tíu mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi og fyrir að bíta í læri lögreglumanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 13:17 Maðurinn var meðal annars sakfelldur fyrir að skalla lögreglumann tvisvar í andlit og bíta hann tvisvar í lærið. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, umferðarlagabrot, ofbeldi í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Maðurinn er þar að auki sviptur ökurétti í tvö og hálft ár og til að greiða 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra 5. maí síðastliðinn. Öll brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir voru framin föstudagskvöldið 25. september 2020 en maðurinn var ákærður og sakfelldur í þremur liðum. Fyrir það fyrsta var maðurinn dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa tvívegis skallað lögreglumann í andlit og bitið tvívegis í vinstra læri hans, þegar lögreglumaðurinn var við skyldustörf fyrir utan Olís-verslun. Lögreglumaðurinn hlaut fyrir vikið fimm sentímetra mar vinstra megin á nefi, þriggja sentímetra mar á höku, mar á innanverðum kinnum, mar og tvær punktblæðingar á innanverðri neðri vör og tvö línuleg sár á vinstra læri eftir bitin. Þá var maðurinn sakfelldur fyrir að hafa hótað öðrum lögreglumanni lífláti fyrir utan Olís-verslunina og fyrir að hafa hótað þriðja lögreglumanninum tvívegis lífláti á lögreglustöðinni á Akureyri. Maðurinn var auk þess sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið undir áhrifum áfengis að Olís-versluninni. Í blóði mældist vínandamagn 1,75 prómíl. Maðurinn iðrist brotanna og hafi snúið lífinu við Þá var maðurinn sakfelldur fyrir brot í nánu sambandi og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa á heimili sínu veist með ofbeldi að sambýliskonu sinni og barnsmóður, í viðurvist sonar þeirra og stjúpsonar mannsins. Fram kemur í dómi að maðurinn hafi tekið sambýliskonu sína hálstaki, veitt henni ítrekuð högg í höfuð, slegið höfði hennar í vegg og hrint henni. Þessi aðför hafi haft þær afleiðingar að hún hlaut rispur og yfirborðsáverka á hálsi, heilahristing og hrufl á hægri fótlegg. Maðurinn játaði sök fyrir dómi í öllum ákæruliðum. Fram kemur að fyrir dómi hafi maðurinn sýnt iðrun og sagst hafa verið illa áttaður og í miklu uppnámi þetta kvöld vegna álags sem á honum hafi hvílt vegna vinnu fjarri heimili, fjárhagsáhyggja og áfengisneyslu. Hann hafi gert breytingar á lífi sínu í framhaldinu, fjárfest í húsnæði með eiginkonu sinni, brotaþola í málinu, fengið fasta vinnu og ákveðið að láta áfengi alfarið eiga sig.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira