Hringtorg á vinstri hönd Gunnar Smári Þorsteinsson og Lísbet Sigurðardóttir skrifa 12. maí 2022 06:45 Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun