Ég vil búa í borg með náttúruna í bakgarðinum Árni Tryggvason skrifar 11. maí 2022 21:30 Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt það jákvæða við að búa í borg eins og okkar er nálægðin við náttúruna. Hvort sem hún er manngerð eða eins og hún hefur verið um aldir, þá er aldrei langt að fara út í náttúruna hér í Reykjavík. Í borgarlandinu sjálfu förum við um skóga, sjáum fossa og enn má hér finna óspilltar strendur. Vissulega er mikið af þessari náttúru sem okkur er svo kær manngerð, en þá er oft um að ræða endurheimta náttúru eftir aldalanga nauðbeit og rányrkju. Það er ekki langt síðan að Öskjuhlíð var örfoka holt og sjálfur hef ég notið þess að fara þar um sem barn í kyrkingslegum kjarrskógi upp í það að ganga þar um í hávöxnum skjólgóðum skógi sem þar er í dag. Fleiri slíka staði getum við nefnt eins og Elliðaárdal, Heiðmörk og nú vaxa upp skógar víðar og mynda þannig ómetanlega unaðsreiti allt um borgarlandið. Það er ekki nema um öld síðan að uppi væru háværar raddir um að á Íslandi væri ekki hægt að rækta skóg. Í starfi mínu hannaði ég síðastliðið sumar fræðsluskilti um fyrstu trjárækt í Reykjavík sem kostaði ómælda baráttu við að koma af stað á sínum tíma. Úrtöluraddir, hagsmunagæsla og vantrú voru stórar hindranir fyrir því að hægt væri að koma landinu í fyrra horf. Jafnvel hefur okkur gefist tækifæri til að endurheimta land undan vatni líkt og gerðist í Elliðaárdal þegar lónið var tæmt í kjölfar þess að orkuvinnslu þar var hætt. Að hægt sé að komast á milli allra helstu útivistarsvæða borgarinnar án þess að fara yfir umferðargötur er einstakt, ekki bara hér, heldur m.v. allar aðrar borgir sem við berum okkur saman við. Gönguferð eða hjólatúr getur hafist í Hljómskálarðinum, farið um Öskjuhlíð, Fossvogsdal, inn Grafarvog og upp á Rauðavatnsheiðar, þaðan stóran hring í Heiðmörk og aftur niður í miðbæ um Elliðaárdal. Á allri þessari leið liggur leiðin yfir örfáar íbúðagötur en allar umferðaræðar eru þveraðar með göngum eða brúm. Þetta gerir borgina okkar stórkostlega. Margvísleg náttúru- og umhvefisupplifun er nærri okkur öllum. Við þurfum ekki að fara langar leiðir til að komast í samband við náttúruna. Með því að auka uppbyggingu innan núverandi borgarmarka í stað þess að brjóta ný svæði undir nýja byggð og þenja borgina enn frekar út, þá getur borgin okkar haft náttúruna í bakgarðinum um langa framtíð. Við Vinstri græn viljum hafa náttúruna með í öllu skipulagi og uppbyggingu, og auka aðgengi fólks að útvistarsvæðum með því að fjölga grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu, tryggja vernd vistkerfa og hlúa að líffræðilegri fjölbreytni. Höfundur er á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun