Minnkum báknið og fækkum borgarfulltrúum Kjartan Magnússon skrifar 11. maí 2022 20:31 Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun