Kjósum rétt Júlíus Þór Jónsson skrifar 11. maí 2022 17:31 Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Einni litlausustu kosningabaráttu seinni ára fer senn að ljúka. Nánast ekkert hefur verið rætt eða tekist á um málefni, heldur hafa umbúðir ráðið ferðinni en ekki innihaldið. Heilu blaðagreinarnar og sjónvarpsþættirnir hafa snúist um einstaklingana en ekki málefnin , það sem máli skiptir í kosningabaráttu og stjórnmálum. Sósugerð, gæludýr, fataskápar og annað í þeim dúr tekið ofar en heilbrigðismál, dagvistun, málefni eldri borgara, og samgöngur, svo nokkuð sé nefnt. Ábyrgð fjölmiðla hvað þetta varðar er mikil. Þetta er röng og varasöm þróun. Kosningabaráttan ætti að snúast um alvöru staðreyndir og hvernig menn ætla að gera betur komist þeir til valda. Í því sambandi mætti nefna eftirfarandi: 1. Starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 1000 á kjörtímabilinu, eða tæp 20% , en ekki er að sjá að grunnþjónusta hafi batnað þó að gjöld hafi verið hækkuð ( leikskólar, sorptæming, þrif ,strætó og fl) + langar og tímafrekar boðleiðir í ráðhúsinu. 2. Starfsmenn borgarinnar eru um 12000, sem gerir c.a. 11 starfsmenn á hverja 1000 íbúa. Þetta er mun meira en í nágranasveitarfélögunum. 3. Launakostnaður borgarinnar er rúmlega 70 % af tekjum, sem er of mikið og ekki hægt að reka fyrirtæki á þann veg. 4. Skuldasöfum stóraukist, eða um 120 milljarða sl. 4 ár. Heildarskuldir eru nú um 420 milljarðar. ( Börn og barnabörn greiða óráðsíuna í framtíðinni) . 5. Fasteignagjöld í hæstu hæðum á landsvísu. Reykjavík ætti að vera með lægsta útsvarið, vegna stærðarhagkvæmni. 6. Viðvarandi lóðaskortur viðhafður vísvitandi að virðist , til að mynda skort á húsnæðismarkaði og hækka húsnæðis og leiguverð. Þéttingarstefna er of mikil . 7. GAJA moltustöð Sorpu er í algjörum ólestri, búið að setja í það 7 milljarða og nú er ný húsbyggingin dæmd ónýt. Móður fyrirtækið Sorpa leikur frjálsum hala, hækkar gjaldskrár um allt að 300%. 8. Borgarlína ,hvaðan kemur hún , hvert fer hún ? engin veit hvað verkefnið mun kosta, arðsemi óljós og ekki vitað hverfing á að fjármagna. 9. Enginn vilji til að leysa umferðarvandan , með mislægum gatnamótum , ljósastýringum og álíka lausnum. Þrengja bara götur og búa til flöskuhálsa og tafir. Alger andstaða við bílinn, þarfasta þjóninn, samanber stefnu Pírata. 10. Sundabraut viljayfirlýsing um framkvæmdir eftir 9 ár, sem verður líklega svikið eftir kosningar, ef núverandi stjórnendur fá brautargengi. 11. Farið fram hjá útboðsreglum ansi oft á kjörtímabilinu með tilheyrandi málaferlum og þá jafnvel skaðabótum. Er vinavæðing í gangi, samanber gjafagjörning í Gufunesi, bensínstöðva lóða deilur og bragga málið. ? 12. Þrengt að Reykjavíkurflugvelli aftur og aftur . Samningar ekki virtir . Nú er stutt til kosninga og áríðandi að allir greiði atkvæði til framtíðar. Látum innihaldið ráða, en ekki umbúðirnar. Kjósum samkvæmt því á Laugardaginn, og kjósum rétt! Höfundur er íbúi í Reykjavík.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun