Við erum á krossgötum Sigurjón Andrésson skrifar 11. maí 2022 15:01 Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sameininga-hamarinn er á lofti. Verkefni þeirra fulltrúa sem fá umboð til að stjórna í smærri sveitarfélögum í komandi kosningum verða því ólík því sem áður hefur verið. Kjósendur í þessum fámennu sveitarfélögum þurfa því að spyrja sig, hverjir munu gæta hagsmuna þeirra sveitarfélags og tryggja að ef til sameininga kemur, þá verði þjónusta og lífsgæði meiri en áður! Sveitarfélög með færri en 1.000 íbúa Í gildandi sveitarstjórnarlögum segir að ef íbúafjöldi sveitarfélags er undir 1.000 íbúum, er skylda, eftir sveitarstjórnarkosningar að: A) fara í sameiningarviðræður eða B) láta vinna álitsgerð. Álitsgerðin hefur þann tilgang að taka saman nægilegar upplýsingar fyrir sveitarstjórnarmenn og íbúa sveitarfélagsins svo að ákvörðun þeirra byggist á fullnægjandi upplýsingum. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum þarf Flóahreppur því, strax eftir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022, annað hvort að fara í formlegar viðræður um sameiningu eða vinna álit um stöðu sveitarfélagsins og getu þess til að sinna lögbundnum verkefnum og skoða hvaða tækifæri felast í sameiningu. Í okkar huga er alveg skýrt hvað þarf að gera Við sem stöndum að XT listanum í Flóahreppi höfum skýra sýn á hvernig við viljum vinna þessa vinnu eftir kosningarnar. Við ætlum strax að hefjast handa við að skoða sameiningarkosti. Hverjir eru styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri. Jafnframt því vinnum við álit sem metur stöðu okkar og getu til að sinna okkar lögbundnu verkefnum. Samráð og íbúalýðræði Að því loknu, eigi síðar en vetur 2022-23 munum við kynna niðurstöðurnar fyrir íbúum Flóahrepps. Við munum leita sjónarmiða með opnum íbúafundum sem einnig eru í streymi með rafrænu samráðskerfi. Þannig tryggjum við að allir eigi jafnan aðgang að fræðast og koma sínum áherslum að. Spurt verður annars vegar hvort Flóahreppur eigi yfir höfuð að hefja sameiningarviðræður og ef svo er, hvaða valkostir ættu að vera í forgangi og hver eru áhersluatriði okkar í samningaviðræðunum. Ég hef velt þessum sameiningarmálum mikið fyrir mér. Flóahreppur á landamæri við sex önnur sveitarfélög. Sum eru lík okkar að uppbyggingu og önnur ólík. Sum þessara sveitarfélaga vilja eflaust sameinast Flóahreppi og önnur kannski ekki. En í öllu falli þarf að hefja vinnuna og tryggja þátttöku allra íbúa í ferlinu. Tækifærin eru óþrjótandi Það skiptir geysilega miklu máli hvernig haldið er á málum í Flóahreppi á næstu árum. Tækifærin sem eru að opnast fyrir okkur hér á þessu svæði eru óþrjótandi. Það er stöðugt að verða eftirsóknarverðara að búa og starfa í friðsælli sveit sem er í armslengd frá höfuðborgarsvæðinu - við erum í dauðafæri. Á næstu árum þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn og tryggja að hagsmunir Flóahrepps gangi fyrir þannig að lífsgæði okkar verði stöðugt betri. Höfundur skipar fyrsta sæti á XT listanum í Flóahreppi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun