Þegar samvinna býr til samfélagsleg verðmæti Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar 11. maí 2022 11:15 Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Endurbætur og stækkun Þorlákshafnar á árunum 2015-2017 undir forystu Framfarasinna er framkvæmd sem gjörbreytt hefur samfélaginu í Ölfusi með jákvæðum hætti. Hjörtur Jónsson var ráðinn hafnarstjóri Þorlákshafnar í ársbyrjun 2014 og upp úr því fóru magnaðir hlutir að gerast í góðu samstarfi starfsmanna og kjörinna fulltrúa. Þessi jákvæðu áhrif af verkefninu ná langt út fyrir nærsvæði Þorlákshafnar og styrkja þau grunn atvinnuuppbyggingar á Suðurlandi. Hugmynd ein og sér gerir hana ekki að veruleika, hún verður að vera raunsæ, verulega vel útfærð með sterkri framtíðarsýn og haldið frá kastljósi fjölmiðla. Allur undirbúningur þessarar hugmyndar var með þeim hætti og vel var haldið utan um framkvæmdina. Skipulega var unnið að öflun verkefna allt frá byrjun sem skilaði t.a.m. samningi við Smyril Line sem ekki byggði á neinum tilviljunum. Þróunin er í samræmi við upphaflegar áætlanir Sögunni allri er hægt að fletta upp í ítarlegum greinargerðum með fjárhagsáætlunum á síðasta kjörtímabili á vefsíðu Ölfuss, www. olfus.is. Það er gaman að sjá að Þorlákshöfn vex og dafnar í takti áætlanir sem þá voru gerðar og að framtíðarsýnin er að teiknast upp eins og við sáum hana fyrir 8 árum síðan. Eftirfarandi er tekið úr greinargerðinni sem skrifuð var haustið 2014: „Með framangreindum framkvæmdum, er áætlað að stærri skip geti athafnað sig innan hafnar sem opnar á möguleika á að fá inn stærri fragtskip en nú, skemmtiferðaskip sem alls ekki koma í dag og einnig stórar vöru- og fólksflutningaferjur. Auk þess sem þjónustugetan við núverandi viðskiptavini myndi aukast verulega strax.“ Framtíðarsýnin hefði vart geta verið betur sett á blað í ljósi sögunnar. Sérfræðingarnir sem komu að gerð þessara greinargerða eða öllu heldur stefnumörkun, voru starfsfólk sveitarfélagsins í samstarfi við kjörna fulltrúa. Þegar slík samvinna og virðing er viðhöfð verða til samfélagsleg verðmæti. Þorlákshöfn vex hraðar en aðrar hafnir á Íslandi Það er áhugavert að fara yfir nokkrar tölulegar staðreyndir og samanburð úr ársreikningum. Árið 2010 var Þorlákshöfn 11. stærsta höfn landsins í tekjum talið, 2016 var hún í 10. sæti, 2018 var hún í 8. sæti og stekkur upp í 6 sæti árið 2020. Tekjur Þorlákshafnar hafa vaxið hlutfallslega mun meira frá árinu 2016 en tekjur þeirra hafna sem fyrir ofan eru á listanum. Samanburður vegna 2021 liggur ekki fyrir en ljóst er að Þorlákshöfn heldur áfram að vaxa sem sýnir hversu verðmæt þessi hugmynd er sem lögð var á borð í Ráðhúsi Ölfuss í byrjun árs 2014. Eftirfarandi mynd segir meira en mörg orð: Gott samstarf kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélagsins eru þau vinnubrögð sem við ætlum að tryggja á næsta kjörtímabili fáum við til þess umboð. Ég er tilbúinn til deila af reynslu minni og þekkingu og vinna fyrir ykkur af heilindum að framförum og umbótum í sveitarfélaginu okkar og óska því eftir ykkar stuðningi í komandi kosningum þann 14. maí. Setjum X við B og vinnum saman að bjartri framtíð Ölfuss. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri Ölfuss, 3. sæti á lista XB Framfarasinna í Ölfusi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun