Reykjavík – framsækin menningarborg Birna Hafstein skrifar 11. maí 2022 10:31 Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun