Laxeldi í Seyðisfirði má hindra! Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Pétur Heimisson skrifa 11. maí 2022 07:45 Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun