Grænn iðngarður byggður á hringrásarhugsun á Grundartanga Björgvin Helgason og Ólafur Adolfsson skrifa 11. maí 2022 08:31 Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun. Að verkefninu standa Þróunarfélag Grundartanga, fimm sveitarfélög, Faxaflóahafnir og 15 öflug fyrirtæki. Sérlegur verndari verkefnisins er Guðlaugi Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um 20 stór og smá iðn‐ og þjónustufyrirtæki á Grundartanga veita meira en 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Rekja má um 2.000 afleidd störf til starfsemi svæðisins. Þetta samfélag fyrirtækja eru langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin, Norðurál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjónustu fyrir meira en 20 milljarða króna á ári. Atvinnusvæðið hefur verið byggt upp í sameiningu kröftugra fyrirtækja og framsýnna sveitarfélaga. Til frekari framfaraskrefa var Þróunarfélag Grundartanga stofnað 2016. Að því standa Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Það sameinar krafta sveitarfélaganna, Faxaflóahafna og fyrirtækja á atvinnusvæðinu til að skapa öflugt sóknarsvæði og þróa nýja vaxtarmöguleika. Uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga er ætlað að styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulag, stýringu og framkvæmd. Ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga um þróun í átt að hringrásarhagkerfi og styður aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Grænn iðngarður Grundartanga hefur alla burði til að geta orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á sjálfbærni, bætta fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhagkerfi. Þar liggja mörg tækifæri í að minnka áhrif loftslagsbreytinga, auka skynsemi í hráefnanotkun, koma á fjölnýtingarverkefnum og bæta enn frekar endurheimt auðlinda. Þessi viljayfirlýsing er mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu athafnalífs á Grundartanga. Hún veit á gott fyrir íbúa nærliggjandi sveitarfélaga sem og framtíðarkynslóðir. Í dag verður undirrituð yfirlýsing um grænan iðngarð hringrásarhugsunar á Grundartanga. Björgvin Helgason er oddviti Hvalfjarðarsveitar. Ólafur Adolfsson er formaður Þróunarfélags Grundartanga og bæjarfulltrúi á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalfjarðarsveit Akranes Vinnumarkaður Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við enn einum áfanga öflugs atvinnusvæðis Grundartanga sem fyrirtæki og sveitarfélög hafa byggt upp sameiginlega. Þá verður undirrituð sérstök viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs byggðum á hringrásarhugsun. Að verkefninu standa Þróunarfélag Grundartanga, fimm sveitarfélög, Faxaflóahafnir og 15 öflug fyrirtæki. Sérlegur verndari verkefnisins er Guðlaugi Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Um 20 stór og smá iðn‐ og þjónustufyrirtæki á Grundartanga veita meira en 1.100 manns atvinnu að jafnaði. Rekja má um 2.000 afleidd störf til starfsemi svæðisins. Þetta samfélag fyrirtækja eru langstærstu vinnuveitendur Hvalfjarðarsveitar og Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin, Norðurál og Elkem Ísland, greiða laun og kaupa þjónustu fyrir meira en 20 milljarða króna á ári. Atvinnusvæðið hefur verið byggt upp í sameiningu kröftugra fyrirtækja og framsýnna sveitarfélaga. Til frekari framfaraskrefa var Þróunarfélag Grundartanga stofnað 2016. Að því standa Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð, Skorradalshreppur, Akraneskaupstaður, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Það sameinar krafta sveitarfélaganna, Faxaflóahafna og fyrirtækja á atvinnusvæðinu til að skapa öflugt sóknarsvæði og þróa nýja vaxtarmöguleika. Uppbyggingu græns iðngarðs á Grundartanga er ætlað að styðja við sjálfbærni með því að innleiða félagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulag, stýringu og framkvæmd. Ávinningur verkefnisins er í takt við stefnu stjórnvalda og sveitarfélaga um þróun í átt að hringrásarhagkerfi og styður aðgerðaráætlun í loftlagsmálum. Grænn iðngarður Grundartanga hefur alla burði til að geta orðið leiðandi á heimsvísu með áherslu á sjálfbærni, bætta fjölnýtingu auðlinda og innviða í gegnum hringrásarhagkerfi. Þar liggja mörg tækifæri í að minnka áhrif loftslagsbreytinga, auka skynsemi í hráefnanotkun, koma á fjölnýtingarverkefnum og bæta enn frekar endurheimt auðlinda. Þessi viljayfirlýsing er mikilvæg fyrir framtíðaruppbyggingu athafnalífs á Grundartanga. Hún veit á gott fyrir íbúa nærliggjandi sveitarfélaga sem og framtíðarkynslóðir. Í dag verður undirrituð yfirlýsing um grænan iðngarð hringrásarhugsunar á Grundartanga. Björgvin Helgason er oddviti Hvalfjarðarsveitar. Ólafur Adolfsson er formaður Þróunarfélags Grundartanga og bæjarfulltrúi á Akranesi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar