Hver er framtíð án mín Arnar Hólm Einarsson skrifar 9. maí 2022 15:30 Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll samsetningu skólakerfa hér á landi. Lögð er áhersla á bóklegt nám sem hefur áhrif á hugmyndir okkar á hvað framtíðin ber í skauti sér. Við lifum í ákveðinni fortíð. Fortíð sem leggur áherslu á að við séum einsleit. Einsleitni hefur lengi vel verið mantra samfélaga í uppbyggingu á ákveðinni félagslegri þróun. Í dag er sú hugmyndafræði þó sem betur fer að breytast. Breytingin felur í sér að við erum í raun að opna fyrir að fólk megi vera öðruvísi og samt sem áður teljast sem góður og gildur þegn í samfélaginu. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum hefur haft þau áhrif að skólasamfélag nær ekki að halda í þær breytingar sem eiga sér stað. Slíkt er þó ekki ógerlegt. Garðabær þarf að vera meðvitað samfélag og fagna þeim breytingum sem eiga sér stað og viðhalda innviðum í takt við það. Ef slíkt er ekki gert tekur framþróun lengri tíma. Á sama tíma erum við að setja fólk sem ekki passar í þær staðalímyndir sem til staðar eru í dag til hliðar sem hafa jákvæð áhrif á það samfélag sem er að myndast. Við erum að setja framtíðina til hliðar. Meðvitund um að það sé ekki eitt rétt fyrirkomulag er hið eina rétta viðhorf. Því hvað vitum við, ekkert. Við erum bundin við stað, stund og tíma. Þegar skólasamfélag þróast ekki í takt við þessa hugsunarhætti er engin leið að sjá hvert samfélagið hefði getað orðið ef sú spornun hefði ekki verið til staðar. Sá hugsunarháttur sem Viðreisn tileinkar sér höfðaði til mín þar sem ég trúi því inn við beinið að við erum í raun öll að vinna að sama markmiði. Markmiðið er alltaf velsæld sem flestra, þannig vil ég forgangsraða fjármunum Garðabær. Samfélagið er það breytt í dag og kannski fyrir löngu síðan að ég sætti mig ekki lengur við að ekki sé til staðar úrræði sem grípa ungt fólk sem ekki passa í þær staðalímyndir samfélagsins í dag. Viðreisn í Garðabæ vill bæði innan skóla og utan taka utan um þá aðila sem ekki passa í staðalýmyndir samfélagsins sem við búum við í í dag. Ungmennahús í Garðabæ Ég kenni rafíþróttir en fyrir ekki svo löngu var litið á gláp á tölvuskjá sér til skemmtunar sem mein. “Farðu bara út og leiktu þér eins og venjulegir krakkar”. Þessir krakkar eru samt í dag venjulegir. Samfélagið er bara breytt. Hvernig ætlum við að koma til móts við þessi ungmenni. Viðreisn vill ungmennahús fyrir öll, þar sem einmitt er tekið á móti þessum einstaklingum líka. Tekið á móti framtíðinni, tekið á móti mér. Ég vil sjá aukna áherslu á tækni, tónlistarnám og aðrar tómstundariðju líkt og skátana. Við erum ekki öll gefin til þess að stunda þær hefðbundnu íþróttir sem hafa í gegnum tíðinna fengið leiðarljósið í samfélagslegri umræðu. Biðlistar hafa í gegnum árin farið hækkandi í tónlistarnámi en það hefur ekki verið spornað við því með innviðauppbyggingu og ungmennahús er ekki enn að finna í Garðabæ. Ég veit að börn okkar upplifi sig sem hluti samfélags þó þau passi ekki í staðlímyndir dagsins í dag. Garðabær þarf því að stíga það skref að byggja upp þá innviði sem þarf til að sinna þessum hluta samfélagsins sem hefur í dag stærri hlut í mótun samfélags en kannski gerði áður. Garðabær þarf að koma á fót ungmennahúsi. Ungmennahús byggt á fjölbreytileikanum og fyrir öll en ekki bara sum. Það er ekki svo langt síðan að ég gekk um með takkasíma og þótti það afar mikið framfaraskref fyrir heiminn allan að ég gæti spilað leik í slíkum síma. Við þekkjum ekki einu sinni alla þá leiki sem til eru í dag. Fyrir einhverjum árum síðan vissum við öll hvað Snake var. Sígild. Við verðum að vera meðvituð um það að það sem við teljum sígilt í dag er ekki það sama og samfélagið mun telja eftir 10 ár. Ég er meðvitaður um það og vill því að þessi ungmenni fái að njóta sín. Ég vill að framtíðin fái að njóta sín. Viðreisn í Garðabæ vill ungmennahús í Garðabæ fyrir alla en ekki einvörðungu þá iðju sem hefur fengið að njóta sín síðastliðinn áratug eða áratugi. Samfélagið er að breytast og við þurfum að vera opin fyrir breytingum og styðja framtíðina til framþróunnar. Höfundur er fræðslustjóri Rafíþróttasamtaka Íslands og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun