Lýðræði, mannauður og bæjarskrifstofan í Fjarðabyggð Jóhanna Sigfúsdóttir og Kristinn Þór Jónasson skrifa 9. maí 2022 09:30 Með kröftugt málefnastarf að vopni leggjum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð áherslu bætt og lýðræðislegra samfélag. Við fullyrðum að ein af grunnstoðum íbúalýðræðis sé upplýsingaflæði og virkt samráð við íbúa. Við höfum talað fyrir mikilvægiaukins gagnsæis í rekstri og ákvarðanatöku. Í því samhengi er mikið hagræði í að nýta framþróun á sviði upplýsingatækni. Fjarðabyggð er vaxandi fjölkjarnasveitarfélag. Sú fjölbreytni sem liggur í byggðakjörnunum sjö er styrkur sveitarfélagsins. Þörf er á að efla markaðsstarf sveitarfélagsins og kynna það fyrir mögulegum íbúum, landsmönnum, fjárfestum og hagaðilum. En fjölbreytnin er víða: Innflytjendur og nýir íbúar auðga menningu og efnahag. Nýta þarf mannauð, þekkingu og reynslu innflytjenda sem vilja búa og starfa hér og innleiða þau í samfélagið með fræðslu. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð vill: Átak í kynningu sveitafélagsins og markaðssetningu þess. Endurverkja „Lykill að Fjarðabyggð“ og bjóða aðflutta velkomna á svæðið. Sérstaklega verður horft til innflytjenda og markvissar innleiðingu þeirra í samfélagið þannig að allir íbúar verði strax hluti samfélagins. Koma á viðtalstímum bæjarfulltrúa í öllum byggðakjörnum. Halda reglulega íbúafundi í byggðakjörnum. Virkja íbúalýðræði og veita íbúum aukið aðgengi að ákvarðanatöku og forgangsröðun í sínu nærsamfélagi. Innleiða smáforrit fyrir samskipti við íbúa þar sem allar upplýsingar og samskiptaleiðir verða aðgengilegar. Gagnsæi með opnu bókhaldi sveitarfélagsins. Efla þjónustu við íbúa með annað móðurmál. Efla þýðingar og auka túlkaþjónustu. Kynna nýja vefsíðu Fjarðabyggðar með aðgengilegum upplýsingum. Koma á störfum án staðsetningar innan sveitarfélagsins og gefa starfsfólki þess aukin kost á því að vinna í heimabyggð. Við erum bjartsýn á Fjarðabyggð vaxtar og styrks. Gagnsæi og íbúalýðræði eru þar mikilvægt veganesti. Það verður kosið 14. maí n.k. Höfundar eru Jóhanna Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur og Kristinn Þór Jónasson verkstjóri. Þau skipa 4. og 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Með kröftugt málefnastarf að vopni leggjum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð áherslu bætt og lýðræðislegra samfélag. Við fullyrðum að ein af grunnstoðum íbúalýðræðis sé upplýsingaflæði og virkt samráð við íbúa. Við höfum talað fyrir mikilvægiaukins gagnsæis í rekstri og ákvarðanatöku. Í því samhengi er mikið hagræði í að nýta framþróun á sviði upplýsingatækni. Fjarðabyggð er vaxandi fjölkjarnasveitarfélag. Sú fjölbreytni sem liggur í byggðakjörnunum sjö er styrkur sveitarfélagsins. Þörf er á að efla markaðsstarf sveitarfélagsins og kynna það fyrir mögulegum íbúum, landsmönnum, fjárfestum og hagaðilum. En fjölbreytnin er víða: Innflytjendur og nýir íbúar auðga menningu og efnahag. Nýta þarf mannauð, þekkingu og reynslu innflytjenda sem vilja búa og starfa hér og innleiða þau í samfélagið með fræðslu. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð vill: Átak í kynningu sveitafélagsins og markaðssetningu þess. Endurverkja „Lykill að Fjarðabyggð“ og bjóða aðflutta velkomna á svæðið. Sérstaklega verður horft til innflytjenda og markvissar innleiðingu þeirra í samfélagið þannig að allir íbúar verði strax hluti samfélagins. Koma á viðtalstímum bæjarfulltrúa í öllum byggðakjörnum. Halda reglulega íbúafundi í byggðakjörnum. Virkja íbúalýðræði og veita íbúum aukið aðgengi að ákvarðanatöku og forgangsröðun í sínu nærsamfélagi. Innleiða smáforrit fyrir samskipti við íbúa þar sem allar upplýsingar og samskiptaleiðir verða aðgengilegar. Gagnsæi með opnu bókhaldi sveitarfélagsins. Efla þjónustu við íbúa með annað móðurmál. Efla þýðingar og auka túlkaþjónustu. Kynna nýja vefsíðu Fjarðabyggðar með aðgengilegum upplýsingum. Koma á störfum án staðsetningar innan sveitarfélagsins og gefa starfsfólki þess aukin kost á því að vinna í heimabyggð. Við erum bjartsýn á Fjarðabyggð vaxtar og styrks. Gagnsæi og íbúalýðræði eru þar mikilvægt veganesti. Það verður kosið 14. maí n.k. Höfundar eru Jóhanna Sigfúsdóttir viðskiptafræðingur og Kristinn Þór Jónasson verkstjóri. Þau skipa 4. og 2. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.