Kveður Framsókn eftir að hafa verið tjáð að hann væri ekki söluvæn vara Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 19:23 Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg. Vísir/Arnar Helgi Sigurður Haraldsson, forseti bæjarstjórnar í Árborg og fyrrverandi oddviti Framsóknar, hefur sagt skilið við flokkinn eftir tólf ár í oddvitasætinu. Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“ Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Helgi gaf kost á sér til að leiða listann áfram fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og sakar flokksforystuna um að hafa beitt brögðum og ólýðræðislegum aðferðum til að koma sér úr oddvitasætinu. Fram kemur í grein hans sem birtist á Sunnlenska að hann hafi í vetur ákveðið að taka þátt í lokuðu prófkjöri sem stjórn Framsóknarfélags Árborgar hafi boðað til að velja fulltrúa í efstu sæti listans. Þá hafi tekið við einhver undarlegasta atburðarás sem hann hafi upplifað á stjórnmálaferli sínum. „Á síðustu stundu var prófkjör flokksins blásið af og skýringin sem var gefin var að þátttakan hefði verið léleg. Þá var þeim sem þar ætluðu að taka þátt raðað í efstu sæti listans og það borið undir frambjóðendur og þeir samþykktu þá tilhögun,“ segir Helgi. „En næstu daga var slegið í og úr af stjórn félagsins varðandi framboðsmál flokksins og á endanum var mér tilkynnt af „sendiboða“ félagsins og flokksins að nærveru minnar væri ekki óskað til að leiða listann og framboðið í vor. „Ný“ Framsókn þyrfti nýtt fólk í framboð og undirritaður væri ekki söluvæn vara og tími til kominn að skipta honum út, fyrir yngra og ferskara fólk.“ Framsókn hefur setið í meirihluta í bæjarstjórn Árborgar.Vísir/Vilhelm Sár upplifun eftir margra ára samstarf Helgi tilkynnti á þessum tímapunkti að hann væri hættur í sveitarstjórnarpólitík af persónulegum og öðrum ástæðum. Hann segir að vinnubrögðin sem flokksforystan viðhafði til að „losna við sig“ hafi komið sér á óvart og valdið miklum vonbrigðum. „Mínir flokksfélagar, fólkið sem ég treysti og er búin að vinna með síðustu ár gat ekki komið heiðarlega fram við mig, það er verulega sárt.“ Með skrifum sínum núna vilji Helgi upplýsa fólk um raunverulega ástæðu þess að hann sé ekki í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. „Ástæðan er fólk og forysta, sem gripu inn í lýðræðislegan hátt, sem valinn hafði verið til að velja fólk til framboðs í Árborg. Vegna þessa alls og þeirrar framkomu sem viðhöfð hefur verið i þessu máli er komið að því að leiðir mín og Framsóknarflokksins skilji eftir áratuga samband og hef ég því ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og upplýst skrifstofu hans og formann flokksins um þá ákvörðun mína,“ segir Helgi í grein sinni á Sunnlenska. Segir Sigurð Inga Jóhannsson hafa tekið þátt í aðförinni Jóhanna Bríet Helgadóttir, dóttir Helga, segir að Framsóknarfélag Árborgar, megi „skammast sín fyrir ógeðsleg og særandi vinnubrögð með formann Framsóknarflokksins með sér.“ „Ég er enþá ógeðslega reið og sár fyrir hans hönd. Það sem særir jafnvel enþá meira er að fólk í úthringinum fyrir felagið segir hann hafa hætt í sátt og samlyndi. Því að fólk í innsta hring veit að svo var ekki,“ segir Jóhanna í færslu á Facebook-síðu sinni. Hún hafi engan skilning á aðgerðum flokksforystunnar og lítið hafi verið um svör frá stjórninni. „Ekki fatta ég taktíkina á bakvið "Ný framsókn" en það er ljóst að gömlu góðu gildin um heiðarleika hafa vikið með "gömlu framsókn".“
Árborg Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira