Kæru Akureyringar Snorri Ásmundsson skrifar 7. maí 2022 18:33 Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma. Við lifum á miklum breytingatímum og má líkja samtímanum við vísindaskáldsögu. Á svoleiðis tímum þarf nýja hugsun og nýja nálgun. Öryggistilfinningin eða þráin eftir henni gæti fengið fólk til að kjósa með óttanum en ekki hjartanu. Kjósendum gæti jafnvel dottið í hug að það væri öruggast að kjósa fjórflokkinn eða eitthvað enn verra? Kjósandi góður hafðu það hugfast að listi kattaframboðsins og tilvera hans er enginn tilviljun. Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er umdeildur maður og það er mjög gott fyrir stjórnmálamann að vera það. Að vera umdeildur og þola áreitið sem því fylgir. Akureyri er fæðingabær minn og þar átti ég fallega og skemmtilega barnæsku. Akureyri er er einn af fallegustu bæjum sem fyrirfinnst og auk þess í besta bæjarstæði á landinu og ekki má gleyma að hann er staðsettur í einum fallegasta firði á jörðinni. Akureyri er Los Angeles Íslands og það gleður mig að ég er einmitt staddur í Los Angeles í Californiu um þessar mundir að passa tvo ketti. Akureyri er fjölskyldu, menninga og skólabær, en hann er líka miklu meira. Hann er kattabær, skíðabær, sumarbær og vetrarparadís. Ég vil að Akureyri verði Paradís fyrir listamenn að búa í því þar sem listamenn eru slær hjartað. En ég vil líka leiðinlegu, samanherptu, þröngsýnu hatarana úr bænum. Burt með þetta lið. Húsnæðisvandinn og margur annar vandi gæti lagast eftir kosningar þegar kattaframboðið tekur yfir bæjarstjórninni og hatararnir flytja úr bænum. Þá verður líka gaman. Mjög gaman. Kjósum skemmtilega og fallega framtíð, Kjósum með hjartanu, kjósum K. Höfundur er oddviti kattaframboðsins ásamt kettinum Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Kettir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Snorri Ásmundsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Eftir viku er kosið í sveitarstjórnarkosningum og ég óska eftir umboði ykkar til að starfa fyrir bæinn. Ég hef ekki starfað hjá bænum síðan í vinnuskólanum sem unglingur, en hef þó lagt mitt af mörkum við að lífga bæjarlífið. Kosningarnar gætu verið mikilvægustu kosningar í bænum í langan tíma. Við lifum á miklum breytingatímum og má líkja samtímanum við vísindaskáldsögu. Á svoleiðis tímum þarf nýja hugsun og nýja nálgun. Öryggistilfinningin eða þráin eftir henni gæti fengið fólk til að kjósa með óttanum en ekki hjartanu. Kjósendum gæti jafnvel dottið í hug að það væri öruggast að kjósa fjórflokkinn eða eitthvað enn verra? Kjósandi góður hafðu það hugfast að listi kattaframboðsins og tilvera hans er enginn tilviljun. Ég geri mér fulla grein fyrir að ég er umdeildur maður og það er mjög gott fyrir stjórnmálamann að vera það. Að vera umdeildur og þola áreitið sem því fylgir. Akureyri er fæðingabær minn og þar átti ég fallega og skemmtilega barnæsku. Akureyri er er einn af fallegustu bæjum sem fyrirfinnst og auk þess í besta bæjarstæði á landinu og ekki má gleyma að hann er staðsettur í einum fallegasta firði á jörðinni. Akureyri er Los Angeles Íslands og það gleður mig að ég er einmitt staddur í Los Angeles í Californiu um þessar mundir að passa tvo ketti. Akureyri er fjölskyldu, menninga og skólabær, en hann er líka miklu meira. Hann er kattabær, skíðabær, sumarbær og vetrarparadís. Ég vil að Akureyri verði Paradís fyrir listamenn að búa í því þar sem listamenn eru slær hjartað. En ég vil líka leiðinlegu, samanherptu, þröngsýnu hatarana úr bænum. Burt með þetta lið. Húsnæðisvandinn og margur annar vandi gæti lagast eftir kosningar þegar kattaframboðið tekur yfir bæjarstjórninni og hatararnir flytja úr bænum. Þá verður líka gaman. Mjög gaman. Kjósum skemmtilega og fallega framtíð, Kjósum með hjartanu, kjósum K. Höfundur er oddviti kattaframboðsins ásamt kettinum Reykjavík.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar