Viðreisn vill skóla fyrir alla Karólína Helga Símonardóttir skrifar 7. maí 2022 15:30 Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Viðreisn Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið kallað eftir því, bæði frá foreldrum sem og skólastéttinni, að innan bæjarins sé aukinn metnaður í stefnu bæjarins á einstaklingsmiðuðu námi. Enn og aftur virðist það vefjast fyrir skólayfirvöldum hvernig eigi mögulega að snúa sér í þessari stefnu, með alla þessa flóru barna. Ég furða mig á því, verandi grunnskóla foreldri núna í samanlagt næstum 16 ár að við erum enn þá að reyna finna upp hjólið, meira en það, við erum að slökkva mun stærri elda en voru hérna þegar mitt elsta barn byrjaði sína skólagöngu. En hvað er hægt að gera? Um daginn spurði mig foreldri: „hvað ætlar pólitíkin að gera? Hvernig ætlið þið að mæta þörfum barnsins míns? Og allra hinna 24 nemendanna í kennslustofnunni?“. Ég skil spurninguna vel. Hér er ekki við kennara og starfsfólk skólanna að saka. Hér hefur vantað, í alltof langan tíma, metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum. Það er ekki nóg að búa til stefnur og innleiða hugmyndir nema að því fylgi almennilegt fjármagn og stuðningur. Og markvissar aðgerðir. Við í Viðreisn Hafnarfirði ætlum að taka metnaðarfull skref í átt að því að skólar séu fyrir einstaklinga, að meginmarkmið á öllum skólastigum Hafnarfjarðar sé að efla sjálfsmynd einstaklinganna. Það er mikilvægt að börnunum okkar líði vel á þessum vinnustað sem þau eru föst á marga klukkutíma á dag. Veltu fyrir þér, ef þér hefur liðið illa á vinnustað; hvernig gekk þér í þeirri vinnu? Vellíðan barna er nauðsynleg til þess að þau geti raunverulega lært. Að líða vel og hafa gaman að námi ýtir undir áhuga og bætir árangur. Með þessu viljum við undirbúa forvitna, lífsglaða og sjálfsörugga einstaklinga sem hafa getu til að standa á eigin fótum, rýna sér til gagns og taka virkan þátt í lýðræðissamfélagi. Við ætlum að auka frelsi grunn- og leikskóla Hafnarfjarðar og draga úr miðstýringu. Við viljum færa valdið aftur inn í skólanna til stjórnenda og kennara. Eflum það frábæra fólk sem starfar innan skólakerfisins, búum til umgjörð þar sem það hefur meira rými til að gera það sem það gerir best; fræða og þroska börnin. Vellíðan þeirra er líka grundvöllur á árangursríkum skólum. Við viljum efla til muna stoðþjónustu leik- og grunnskóla þar sem höfuðáhersla verður lögð á snemmtæka íhlutun og ekki síður eftirfylgni. Við viljum að lagt sé fjármagn í það að fjölga stöðugildum innan skólanna til að styðja við skólastarfið, horft sé til þess að bæta inn fagmenntuðum iðju- og þroskaþjálfum, talmeinafræðingum sem og sálfræðingum. Meira frelsi, meiri Viðreisn Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun