Íhaldsmenn tapa hundruðum sæta í sveitarstjórnarkosningum á Englandi Kjartan Kjartansson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. maí 2022 07:55 Maður yfirgefur kjörstað í sveitarstjórnarskosningunum í London í gær. Vísir/EPA Breski íhaldsflokkurinn virðist fara illa út úr sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Sumir frambjóðendur flokksins eru á meðal þeirra sem kenna óvinsældum Boris Johnson forsætisráðherra um tapið. Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Flokkurinn hefur til að mynda misst völdin á þýðingarmiklum stöðum í höfuðborginni London og svo virðist sem hann muni missa um 250 sæti á Englandi. Íhaldsmenn töpuðu sæti sínu í Wandsworth í London sem þeir hafa átt öruggt frá árinu 1978. Talningu atkvæða er ekki lokið þar og talning er hvorki hafin í Skotlandi, Wales né á Norður-Írlandi. Lokatölur verða því ekki ljósar fyrr en síðar í dag eða jafnvel á morgun á sumum stöðum. Verkamannaflokkurinn hefur þó ekki riðið sérlega feitum hesti frá kosningunum heldur ef miðað er við fyrstu tölur og aðeins bætt lítillega við sig. Græningjar og Frjálslyndir demókratar hafa aftur á móti sótt í sig veðrið víða um England. Reiknað var með fylgistapi Íhaldsflokksins fyrir kosningarnar. Framfærslukostnaður fer hækkandi og þá hafa uppljóstranir um endurtekin teiti ráðherra og embættismanna flokksins á meðan strangar samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins voru í gildi vakið reiði almennings. Johnson forsætisráðherra var nýlega sektaður fyrir að brjóta reglur um samkomutakmarkanir. Engu að síður segir Laura Kuenssberg, stjórnmálaskýrandi breska ríkisútvarpsins BBC, að Íhaldsflokkurinn gjaldi ekkert afhroð þrátt fyrir röð hneykslismála og að hafa verið við völd í meira en áratug. Sumir flokksmenn eru þó ósáttir við forystuna og Johnson sérstaklega. John Mallinson, oddviti íhaldsmanna í Carlisle, segir Johnson bera mikla ábyrgð á úrslitunum nú og að hann væri slæmur valkostur til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira