Merkilegur minnihluti Ingvar Arnarson skrifar 6. maí 2022 08:45 Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Arnarson Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn. Aðrir flokkar, Miðflokkur og Framsókn, náðu ekki inn manni og dóu því þau atkvæði sem þeir flokkar fengu. Eftir kosningar var farið í að skipa nefndir en þá kemur í ljós að við eigum aðeins rétt á einum fulltrúa á móti fjórum. Það þótti okkur ósanngjarnt í ljósi þess að við fengum þriðjung atkvæða. Í bæjarráði áttum við einn af fimm fulltrúum og að auki var ráðinn bæjarstjóri sem var á lista meirihlutans. Þrátt fyrir þetta tókst okkur að halda meirihlutanum á tánum. Við þurftum að sjálfsögðu að leggja á okkur mikla vinnu til þess og það var virkilega skemmtilegt. Við náðum ótrúlegum árangri, en betur má ef duga skal. Við lögðum fram margar tillögur í bæjarstjórn og jafnvel þó við vissum að þær yrðu aldrei samþykktar, allavega ekki í okkar nafni. Sumar hafa jafnvel verið teknar upp af meirihlutanum og komið þannig til framkvæmda. Af tillögum og málum okkar á þessu kjörtímabili, má nefna hækkun hvatapeninga, syskina- og fjölgreinaafslátt, tekjutenging gjalda, sundkort fyrir ungmenni, ávaxta- og grænmetisstund í skólum, Janusarverkefnið fyrir eldri borgara, áætlun um uppbyggingu leikskóla, sérsöfnun á lífrænum úrgangi, útboð á endurskoðun ársreikninga og ungmennahús. Þá höfum við lagt fram fjölmargar bókanir ásamt því að leggja fram fyrirspurnir varðandi mál sem okkur finnst þurfa að bæta úr t.d. útboð á gámaleikskólum, kærumál vegna knatthúsins og útboð á vinnu iðnaðarmanna fyrir bæinn. Í störfum nefnda hefur okkar fólk verið duglegt að halda uppi málefnlegri umræðu, því það er mikilvægt að ræða vel málin frá öllum hliðum og sér í lagi þegar unnið er að stefnumótun fyrir sveitarfélagið í heild sinni. Eftir okkar fólk liggur fjöldi bókana og tillagna sem hafa styrkt lífsgæði okkar allra í bænum. Ánægjulegt hefur verið að sjá mikla fjölgun íbúa í Garðabæ á kjörtímabilinu, en frá árinu 2017 hefur fjölgað um 2800 íbúa. Við höfum þó áhyggjur af nokkrum þáttum. Aukin verðbólga er áhyggjuefni, sérstaklega þar sem að verðtryggðar skuldir bæjarsjóðs hafa aukist töluvert á kjörtímabilinu. Lántaka á síðustu tveimur árum er samtals 6,5 milljarðar kr. Skuldir á hvern íbúa hafa þ.a.l. aukist mjög mikið. Árið 2017 voru þær 751 þúsund kr. en eru í dag orðnar 1224 þúsund kr. á hvern íbúa. Við þurfum að fara varlega þegar að kemur að lántöku en að sama skapi auka við þjónustu til íbúa. Að lokum vil ég nefna, að það sem gerir þennan minnihluta merkilegan er sú elja og þrautseigja sem okkar fólk hefur sýnt þrátt fyrir mikið valda ójafnvægi í bæjarstjórn og nefndum. Við í Garðabæjarlistanum er virkilega stolt af okkar þátttöku í stjórnun Garðabæjar, við höfum lært margt síðustu ár og vonumst til að fá ykkar stuðning til að gera enn betur á næsta kjörtímabili. Setjum X við G, Höfundur er í öðru sæti á lista Garðabæjarlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun