Opinbert óréttlæti Friðrik Jónsson skrifar 6. maí 2022 07:00 Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun