Opinbert óréttlæti Friðrik Jónsson skrifar 6. maí 2022 07:00 Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti maí er að baki og tími til að ræða staðreyndir og áskoranir á íslenskum vinnumarkaði. Talsmenn einkareksturs sem allsherjarlausnar hafa undanfarið birt fréttir og skoðanagreinar með vafasömum fullyrðingum um laun á opinberum markaði og hættulega fjölgun opinberra starfsmanna. Þessi trúarbrögð njóta jafnframt töluverðrar hylli hjá sumum forsvarsmönnum atvinnulífsins sem ítrekað hafa komið fram og talað gegn opinbera markaðnum og úrskurðað laun opinberra starfsmanna „of há“. Eftir nýjasta klúðrið tengt einkavæðingu banka myndi maður ætla að gagnrýnendur opinbers rekstrar myndu aðeins læðast með veggjum, að minnsta kosti til skamms tíma og viðurkenna að ákveðna jafnvægislist þarf í velferðarsamfélögum svo kostir einkamarkaðar og opinbers reksturs njóti sín. Eru karlar 75% verðmætari? Ríki og sveitarfélög eru oft eini vinnuveitandinn hjá stórum hluta opinberra starfsmanna og því hafa markaðslaun sem endurspegla hagrænt virði aldrei verið ákvörðuð. Þetta á m.a. við laun 40% kvenna á vinnumarkaði eða þeirra sem starfa í fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Á árinu 2020 var reglulegt tímakaup háskólamenntaðra kvenna hjá sveitarfélögum um 3.400 krónur á klukkustund en á sama tíma var tímakaup háskólamenntaðra karla (án stjórnenda) á almennum markaði um 6.000 krónur eða 75% hærra. Lægst launuðustu sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði finnast sem sagt í þessum „kvennastéttum“ sveitarfélaganna. Nær útilokað er að einkamarkaður gæti náð fram slíkri „hagkvæmni“ og síst á kostnað launafólksins sem vinnur þessi störf hlutfallslega ódýrt í þágu samfélagsins. Hin sorglega staðreynd er að þessir sérfræðingar – í yfirgnæfandi meirihluta konur – niðurgreiða í reynd og raun vinnuafl sitt í okkar þágu – og í þágu íslensks atvinnulífs. Hagsmunir atvinnulífsins felast í öflugri opinberri þjónustu Þó svo að einkavæðing eigi sums staðar við og sé samfélaginu hagfelld, að því gefnu að til hennar sé vandað, erum við öll blessunarlega sammála um að grunnþjónusta skuli veitt af opinberum aðilum að meginstofni. Annað myndi enda hafa einkar skaðleg áhrif á samfélagið í heild sinni, minnka framleiðni í grunnþjónustu og auka kostnað okkar skattgreiðenda. Það er einfaldlega þannig að hagsmunir íslensks atvinnulífsins hvíla á stoðum öflugrar opinberrar þjónustu. Sé það markmið atvinnulífsins í haust að semja um sjálfbærar launahækkanir og stuðla að skilvirkri nýtingu skattfjár væri þeim nær að endurskoða einhæfan málflutning sinn sem byggist m.a. á vafasömum fullyrðingum um launastig og virðingarleysi fyrir opinberum störfum. Það verður enda að teljast harla ólíklegt að starfsmenn á opinberum markaði mæti samningsfúsir til leiks á næsta ári ef sífellt er talað niður til þeirra af forsvarsmönnum atvinnulífsins. Nýja þjóðarsáttin – nýtt virðismat Stóra verkefni okkar allra fram undan, verkalýðshreyfingar og atvinnulífs, er að verja þann þó góða árangur sem náðst hefur á síðustu árum í að auka kaupmátt launafólks. En við þurfum einnig að átta okkur á að það er ójafnt gefið í íslensku samfélagi og þar hallar verulega á konur. Á næstu árum þurfa atvinnulíf og heildarsamtök því að vinna saman að samfélagssátt og leiðrétta skakkt verðmætamat „kvennastarfa“ á opinberum markaði. Samhliða því þurfum við í sameiningu að hemja mögulegt höfrungahlaup sem af leiðréttingunni gæti hlotist. Til þess að það takist þarf að skilning meðal almennings og atvinnulífs á því kerfisbundna óréttlæti sem tíðkast í virðismati „kvennastarfa“ á opinbera markaðnum. Ójöfn launasetning, þar sem hallar á konur á opinberum markaði, er einfaldlega ekki verjandi fyrir íslenskt samfélag lengur – og hefur reyndar aldrei verið það. Karlarnir á almenna markaðnum eru ekki 75% verðmætari en konurnar á opinbera markaðnum. Punktur. Höfundur er formaður BHM.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun