Tæpar fimmtíu milljónir á viku: Óttast að ný bylgja netglæpa sé að hefjast Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 12:58 Gísli Jökull Gíslason er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/sigurjón Á einni viku hafa þrjú íslensk fyrirtæki tapað samanlagt um 50 milljónum króna vegna árása netþrjóta á tölvupósthólf þeirra. Lögreglumaður hefur áhyggjur af því að slíkir glæpir séu aftur að ná sér á strik á Íslandi. Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull. Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Um áraraðir voru svokölluð fyrirmælasvik algengasta form netglæpa á Íslandi. Fyrir þremur árum hafði þó tekist að sporna við þeim með samstilltu átaki og fræðslu til fyrirtækja en nú virðast þeir aftur vera að ná sér á strik. „Í byrjun þessarar viku og í síðustu viku fengum við inn þrjú mál þar sem við erum að horfa á heildartjón sem fer að nálgast fimmtíu milljónir hjá þremur fyrirtækjum,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður. 50 milljónir tapaðar á einni viku sem er stór hluti af því 800 milljóna króna heildartjóni sem hefur hlotist af fyrirmælasvikum frá upphafi á Íslandi. Fyrirtækin sjálf ábyrg fyrir eigin greiðslum Fyrirmælasvik er það kallað þegar tölvuþrjótar ná stjórn á tölvupósthólfum fyrirtækja þar sem þeir ná að grípa tölvupósta með reikningum og skipta út reikningsnúmerum á þeim áður en þeir koma út eða inn úr pósthólfinu. Þannig greiða fyrirtækin gjald inn á reikning glæpamannanna en halda að þau séu að greiða þeim sem þau eiga í viðskiptum við. Í nær öllum tilfellum er ómögulegt að sækja peninginn til baka sem hefur verið lagður inn á rangan reikning. „Þetta er mjög mikið tjón fyrir þann sem sendi peninginn því að það er í raun og veru á þína ábyrgð ef þú átt að greiða fyrir eitthvað að peningarnir fari rétta leið. Og ef þú hefur sent peningana þína, jafnvel þó að búið sé að brjótast inn í pósthólf viðsemjanda þíns þá ert það samt þú sem að ert ábyrgur fyrir greiðslunni - að hún berist á réttan stað,“ segir Gísli Jökull. Gera sumarstarfsfólk að skotmarki sínu Hann telur ekki að málin þrjú tengist þrátt fyrir að þau hafi öll gerst með óvenju stuttu millibili. „Ég er búinn að skoða þessi þrjú mál og mér finnst ólíklegt að þetta sé sami hópurinn þarna að baki. Enda er þetta skipulögð glæpastarfsemi og það eru margir mismunandi hópar sem að standa þarna að baki,“ segir Gísli Jökull. Hann óttast þó að þetta sé upphafið að nýrri bylgju slíkra netglæpa. „Núna bara á stuttum tíma erum við að sjá þrjú mál sem eru frekar stór og við höfum áhyggjur af að þegar líður að sumri að það jafnvel muni aukast því að þeir sem eru glæpamenn miða oft á tímabil þar sem þeir vita eða giska á að afleysingafólk sjái um þessar greiðslur,“ segir Gísli Jökull.
Lögreglumál Netglæpir Tækni Tölvuárásir Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira