Viðhald félagslegra leiguíbúða Sigrún Árnadóttir skrifar 4. maí 2022 15:45 Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mygla Tengdar fréttir Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða
Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun