Einkabíllinn eflir lýðheilsu, velsæld og menningarstarf Anna Björg Hjartardóttir skrifar 4. maí 2022 07:16 Einkabílum fjölgaði verulega um og eftir 1970 og olli byltingu í þjóðfélaginu er varðar afköst, tímasparnað og möguleika að stunda margvíslega menningarstarfsemi, félagsstarf og nám sem varð auðveldara jafnframt vinnu og heimilishaldi. Höfuðborgarsvæðið er stórt og starfrækt er gróskumikið menningar og félagsstarf, að líkum eru þúsundir manna sem sækja æfingar og menningarstarf eftir vinnu alla virka daga vikunnar, allt gerlegt vegna almennrar bílaeignar. Að borgaryfirvöld stefni einbeitt að bíllausu samfélagi án einkabíla og koma eigi meirihluta borgarbúa í strætó er í huga flestra íbúa á pari við að fara 50-70 ár aftur í tímann, nánast að nota hesta aftur sem samgöngutæki. Yfirdrifin samlíking? Nei í raun ekki, veðurfar, tíminn, vinnan og miklar vegalengdir gerir einkabílinn að undirstöðu flestra daglegra athafna. Nútíma fólki er mögulegt að afkasta meiru, eiga meiri tíma í samverustundir með fjölskyldu og vinum, rækta líkamann og andlega heilsu sína. Það gerir fólk með tímasparnaði sem einkabílinn veitir að hægt er t.d. að komast í sund og margvíslega líkamsrækt og heilsueflingu fyrir eða eftir vinnu. Það eitt eflir heilsu og sparar heilbrigðiskerfinu mikið. Þúsundir fólks notar jafnframt einkabílinn til að aðstoða aldraða foreldra sína eða aðra ættinga með innkaup, keyra þau í sjúkraþjálfun, læknis og í afþreyingu jafnframt að veita hvort öðru félagskap, rækta tengsl og tilfinningalega umhyggju. Einkabílinn nýtist sem veigamikill fjárhagslegur stuðningur frá almenningi við samfélagið og gríðarlegur sparnaðar fyrir velferðarkerfið og heilbrigðisþjónustuna. Ótalið er allt menningar- og tómstundastarf sem er háð einkabílnum, kórastarf, tónlistaræfingar, námskeið, starfsemi félagssamtaka, vina og fjölskylduhittingar, allt þetta auðgar líf fólks og frelsi til að nýta tíma sinn að vild. Einkabíllinn eflir lýðheilsu Einkabílinn stuðlar að auknu og bættu heilsufari á margan hátt, dregur án vafa mikið úr vetrarpestum því margir þola vart að fara heilan vetur út í slagveður og frost, komast langar leiðir og bíða eftir strætó jafnvel með smábörn á leið í og úr dagvistun. Heitur þægilegur bíll má ætla að fækki fjarveru frá vinnu, skóla og dregur úr lasleika yngri sem eldri. Mikilvægi einkabílsins hvað varðar smitvarnir er líka töluvert, því líkurnar á að smitast í troðnum almenningsvögnum á annatímum eru án vafa miklu meiri. Einkabílinn virkar eins og súrefnisgjöf fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og er að spara borginni milljarða, eflir heilsu, lífsgæði og hamingju fólks. Stór hluti af grunnstarfsemi borgarinnar myndi lamast án einkabílsins. Daglega tapast mikil verðmæti á því að fólkið sem heldur þjóðfélaginu og efnahagslífinu gangandi sitja föst í umferðateppum á leið til og frá vinnu, skóla eða við að sækja börnin sín í dagvistun. Skynsamlegast er að borgin leggi kapp á að greiða för einkabíla eins og kostur er og hraða umferðarflæðinu með því að koma á litlum hringtorgum, mislægum gatnamótum, besta umferðarljósastýringar og skipta út gönguljósumfyrir brýr eða undirgöng á stofnleiðum fyrir gangandi og rafskútur. Milljarðar í súginn Ríkið hefur lagt 900 milljónir árlega s.l. 10 ár í tilraunaverkefni á höfuðborgarsvæðinu, markmiðið að Strætó nái að auka farþegafjölda úr 4% upp í 12% en það hefur ekki tekist. Nú þegar verkefninu er lokið hefur ekkert gerst farþegafjöldinn er enn um 4% en samt á að þrjóskast við. Raunveruleikinn er að meirihluti almennings vill ekki eða getur alls ekki nýtt sér almennings samgöngur. Stefna núverandi borgaryfirvalda mun engu breyta um það, ekki heldur vegatollar eða götuþrengingar. Fólk er til í að neita sér um margar nauðsynjar, jafnvel skera niður í mat við sig frekar en að sleppa einkabílnum. Borgin á að greiða för fólks og auðvelda umferðaflæði Með skipulögðum þrengingum og töfum á för einkabílsins er búin til skortur á tíma og verðmætum, bæði mannlegum og fjárhagslegum, það er verulega alvarlegt mál. Allir flokkar í framboði verða að svara hvernig voga kjörnir fulltrúar sér á launum og í umboði frá almenningi að leggja stein í götu þess fólks sem leggur svo mikið af mörkum og heldur samfélaginu uppi. Þetta þarf að stöðva strax með nýjum meirihluta í borgarstjórn. Gerræðisleg stjórnun án valfrelsis um ferðamáta leiðir til stöðnunar og hindrar frumkvæði fólks að geta lagt af mörkum til að skapa gott og heilbrigt samfélag. Hlutverk borgarfulltrúa á að vera að hlusta eftir vilja og þörfum íbúanna, létta fólki lífið, mynda trygga umgjörð um daglegt líf fólks, veita góða grunnþjónustu, stuðla að framförum og frelsi fólks til að velja sjálft lífstíl og ferðamáta sem eflir samfélagið, heimilin og lífsgæði. Látum ekki taka af okkur ferðafrelsið, höfnum vegatollum Ábyrg framtíð hafnar Borgarlínunni sem er þegar orðin úrelt áður en framkvæmdir eru hafnar. Hafnar alfarið vegatollum sem ætlað er að kosta Borgarlínuna, greiða á för einkabílsins eins og kostur er, um leið og við bætum umferðarflæðið fyrir einkabílinn batnar það að sama skapi fyrir strætisvagna. Sinna ber grunnþjónustunni betur, hreinsa göturnar oftar og leggja sterkara endingabetra slitlag á göturnar og tryggja greiðfæra umferð. Það er sjálfsögð þjónusta og lágmarks virðing og þakklæti við borgarbúa fyrir þeirra ómetanlega framlag og sparnað til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 2. sæti fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ábyrg framtíð Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Einkabílum fjölgaði verulega um og eftir 1970 og olli byltingu í þjóðfélaginu er varðar afköst, tímasparnað og möguleika að stunda margvíslega menningarstarfsemi, félagsstarf og nám sem varð auðveldara jafnframt vinnu og heimilishaldi. Höfuðborgarsvæðið er stórt og starfrækt er gróskumikið menningar og félagsstarf, að líkum eru þúsundir manna sem sækja æfingar og menningarstarf eftir vinnu alla virka daga vikunnar, allt gerlegt vegna almennrar bílaeignar. Að borgaryfirvöld stefni einbeitt að bíllausu samfélagi án einkabíla og koma eigi meirihluta borgarbúa í strætó er í huga flestra íbúa á pari við að fara 50-70 ár aftur í tímann, nánast að nota hesta aftur sem samgöngutæki. Yfirdrifin samlíking? Nei í raun ekki, veðurfar, tíminn, vinnan og miklar vegalengdir gerir einkabílinn að undirstöðu flestra daglegra athafna. Nútíma fólki er mögulegt að afkasta meiru, eiga meiri tíma í samverustundir með fjölskyldu og vinum, rækta líkamann og andlega heilsu sína. Það gerir fólk með tímasparnaði sem einkabílinn veitir að hægt er t.d. að komast í sund og margvíslega líkamsrækt og heilsueflingu fyrir eða eftir vinnu. Það eitt eflir heilsu og sparar heilbrigðiskerfinu mikið. Þúsundir fólks notar jafnframt einkabílinn til að aðstoða aldraða foreldra sína eða aðra ættinga með innkaup, keyra þau í sjúkraþjálfun, læknis og í afþreyingu jafnframt að veita hvort öðru félagskap, rækta tengsl og tilfinningalega umhyggju. Einkabílinn nýtist sem veigamikill fjárhagslegur stuðningur frá almenningi við samfélagið og gríðarlegur sparnaðar fyrir velferðarkerfið og heilbrigðisþjónustuna. Ótalið er allt menningar- og tómstundastarf sem er háð einkabílnum, kórastarf, tónlistaræfingar, námskeið, starfsemi félagssamtaka, vina og fjölskylduhittingar, allt þetta auðgar líf fólks og frelsi til að nýta tíma sinn að vild. Einkabíllinn eflir lýðheilsu Einkabílinn stuðlar að auknu og bættu heilsufari á margan hátt, dregur án vafa mikið úr vetrarpestum því margir þola vart að fara heilan vetur út í slagveður og frost, komast langar leiðir og bíða eftir strætó jafnvel með smábörn á leið í og úr dagvistun. Heitur þægilegur bíll má ætla að fækki fjarveru frá vinnu, skóla og dregur úr lasleika yngri sem eldri. Mikilvægi einkabílsins hvað varðar smitvarnir er líka töluvert, því líkurnar á að smitast í troðnum almenningsvögnum á annatímum eru án vafa miklu meiri. Einkabílinn virkar eins og súrefnisgjöf fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og er að spara borginni milljarða, eflir heilsu, lífsgæði og hamingju fólks. Stór hluti af grunnstarfsemi borgarinnar myndi lamast án einkabílsins. Daglega tapast mikil verðmæti á því að fólkið sem heldur þjóðfélaginu og efnahagslífinu gangandi sitja föst í umferðateppum á leið til og frá vinnu, skóla eða við að sækja börnin sín í dagvistun. Skynsamlegast er að borgin leggi kapp á að greiða för einkabíla eins og kostur er og hraða umferðarflæðinu með því að koma á litlum hringtorgum, mislægum gatnamótum, besta umferðarljósastýringar og skipta út gönguljósumfyrir brýr eða undirgöng á stofnleiðum fyrir gangandi og rafskútur. Milljarðar í súginn Ríkið hefur lagt 900 milljónir árlega s.l. 10 ár í tilraunaverkefni á höfuðborgarsvæðinu, markmiðið að Strætó nái að auka farþegafjölda úr 4% upp í 12% en það hefur ekki tekist. Nú þegar verkefninu er lokið hefur ekkert gerst farþegafjöldinn er enn um 4% en samt á að þrjóskast við. Raunveruleikinn er að meirihluti almennings vill ekki eða getur alls ekki nýtt sér almennings samgöngur. Stefna núverandi borgaryfirvalda mun engu breyta um það, ekki heldur vegatollar eða götuþrengingar. Fólk er til í að neita sér um margar nauðsynjar, jafnvel skera niður í mat við sig frekar en að sleppa einkabílnum. Borgin á að greiða för fólks og auðvelda umferðaflæði Með skipulögðum þrengingum og töfum á för einkabílsins er búin til skortur á tíma og verðmætum, bæði mannlegum og fjárhagslegum, það er verulega alvarlegt mál. Allir flokkar í framboði verða að svara hvernig voga kjörnir fulltrúar sér á launum og í umboði frá almenningi að leggja stein í götu þess fólks sem leggur svo mikið af mörkum og heldur samfélaginu uppi. Þetta þarf að stöðva strax með nýjum meirihluta í borgarstjórn. Gerræðisleg stjórnun án valfrelsis um ferðamáta leiðir til stöðnunar og hindrar frumkvæði fólks að geta lagt af mörkum til að skapa gott og heilbrigt samfélag. Hlutverk borgarfulltrúa á að vera að hlusta eftir vilja og þörfum íbúanna, létta fólki lífið, mynda trygga umgjörð um daglegt líf fólks, veita góða grunnþjónustu, stuðla að framförum og frelsi fólks til að velja sjálft lífstíl og ferðamáta sem eflir samfélagið, heimilin og lífsgæði. Látum ekki taka af okkur ferðafrelsið, höfnum vegatollum Ábyrg framtíð hafnar Borgarlínunni sem er þegar orðin úrelt áður en framkvæmdir eru hafnar. Hafnar alfarið vegatollum sem ætlað er að kosta Borgarlínuna, greiða á för einkabílsins eins og kostur er, um leið og við bætum umferðarflæðið fyrir einkabílinn batnar það að sama skapi fyrir strætisvagna. Sinna ber grunnþjónustunni betur, hreinsa göturnar oftar og leggja sterkara endingabetra slitlag á göturnar og tryggja greiðfæra umferð. Það er sjálfsögð þjónusta og lágmarks virðing og þakklæti við borgarbúa fyrir þeirra ómetanlega framlag og sparnað til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri og skipar 2. sæti fyrir Ábyrga framtíð í Reykjavík.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun