Saga af stúlku Katrín Birna Viðarsdóttir skrifar 4. maí 2022 11:00 Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Mig langar að segja ykkur smá sögu. Þann 12. maí árið 1986 kom í heiminn lítil stúlka. Lítil saklaus stelpa fædd inní partýstand og fjör. Foreldrar stúlkunnar vildu lítið með hana hafa og þurfti barnavernd að hafa mikil afskipti af heimilinu. Eitt skipti var hún send ein með flugi frá Reykjavík til Akureyrar en enginn kom að taka á móti henni. Oft var hún bæði skítug og með sár og fyrir þriggja ára aldur var búið að leggja hana þrisvar inná spítala með næringarskort.Á þessum tíma var barnavernd ekki eins öflug og hún er í dag, og stúlkan þurfti að búa við þessar aðstæður til þriggja ára aldurs. Í dag hefði hún verið fjarlægð af heimilinu miklu fyrr. Þessi litla stúlka er ég. Nú stikla ég á stóru. Ég var mjög heppin með fósturmóður,en þegar ég var fjórtán ára gömul fékk hún heilablóðfall og í kjölfarið flutti ég til blóðföður míns. Við bjuggum um tíma í Sandgerði en fluttum svo á Stöðvarfjörð. Heimilishaldið var ekki gott. Stjúpmóðir mín gerði sitt besta, en faðir minn var og er háður lyfjum og tekur tímabil þar sem hann drekkur mikið. Í því ástandi getur hann orðið ofbeldishneigður en sem betur fer varð ég aldrei fyrir því. Bróðir minn aftur á móti var ekki eins heppinn. Nokkrum sinnum þurfti ég að ljúga að handrukkurum, sem komu í heimsókn eða hringdu, að ég vissi ekki hvar pabbi væri. Ég er ekki að segja að foreldrar mínir hafi verið eða séu vont fólk, þau voru/eru veik. Blóðmóðir mín snéri við blaðinu og aðstoðaði marga, var til að mynda starfsmaður hjá Aflinu á Akureyri. Hún lést fyrir 6 árum síðan. Ástæðan fyrir því að ég segi ykkur þessa sögu er að ég þekki af eigin raun hvað skóli og tómstundir eru mikilvægar og ég þekki líka hversu mikilvægt það er búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð. Ef ekki hefði verið fyrir fólkið sem býr á Stöðvarfirði veit ég ekki hvar ég væri stödd í dag, en samfélagið greip mig - ég fékk stuðning, væntumþykju og utanumhald. Félagsmiðstöðin var griðastaður og skólinn líka. Ég var ekki auðveldur unglingur, mjög erfiður ef ég er alveg hreinskilin. Var kjaftfor, hlýddi engu og gerði margt sem ég sé eftir í dag. Byrjaði snemma að drekka og reykja, en samfélagið var til staðar og það gafst ekki upp á mér, ekki foreldrar vina minna, skólinn eða félagsmiðstöðin. Í Fjarðabyggð erum við komin með öflugt fjölskyldusvið. Á síðasta kjörtímabili kom Fjarðalistinn af stað úrræði fyrir fjölskyldur og börn sem heitir Sprettur og er þar unnið að því að grípa börn eins og mig, þau eru gripin snemma sem er virkilega þarft. Slíkt verkefni hefði breytt miklu fyrir mig og mina æsku. Við eigum líka félagsmiðstöðvar sem vinna öflugt starf og við þurfum að hlúa vel að því mikilvæga starfi. Við þurfum að bæta starf ungmenna á aldrinum 16-18 ára, það er mikilvægt að þau týnist ekki. Ég ákvað að fara í pólitík því ég vil hafa áhrif, sérstaklega á málefni barna og ungmenna. Ég brenn fyrir bættu samfélagi, ég veit hvað það skiptir miklu máli að búa í samfélagi eins og Fjarðabyggð er. Ég vil þakka Fjarðalistanum fyrir gott starf fyrir fjölskyldur og ungmenni síðustu ár og ég ábyrgist það að ef ég fæ tækifæri til mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að halda þessu starfi áfram. Ég veit að öll sem eru á Fjarðalistanum núna eru á sömu blaðsíðu og ég, við brennum öll fyrir bættu samfélagi. Höfundur er í 13. sæti Fjarðalistans - lista félagshyggjufólks í Fjarðabyggð.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun