Leysum leikskólavandann og eflum skólana Marta Guðjónsdóttir skrifar 3. maí 2022 16:32 Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er löngu orðið tímabært að færa grunnskólann niður um einn árgang þannig að börn hér á landi hefji grunnskólanám fimm ára og ljúki því fimmtán ára. Fyrir þessu má færa veigamikil rök, ekki síst á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú fræðigrein hefur á undanförnum áratugum gagnrýnt margar eldri höfuð kenningar sínar sem augljóslega vanmátu greind og þroska barna. Áhrif þessarar gagnrýni má m.a. finna stað í þeirri viðleitni að breyta leikskólum í síauknum mæli úr dagvistun í metnaðarfulla skóla með skipulagt námsefni. Auk þess yrði þessi breyting stórt skref í átt að einstaklingsmiðuðu námi sem nú er mjög í deiglunni. Góð reynsla í 94 ár Skóli Ísaks Jónssonar er sjálfseignarstofnun sem sinnt hefur markvissri kennslu fimm ára barna frá stofnun skólans, 1926, eða í tæpa öld. Sá skóli fer í öllu að grunn- og leikskólalögum og hefur lengi verið góð fyrirmynd í íslensku skólakerfi. Þessi tilhögun þar hefur ætíð gefist mjög vel. Þá má geta þess að börn hefja grunnskólanám við fimm ára aldur í mörgum þeim löndum sem við helst berum okkur saman við. Samfella skólastiga Grunnþættir menntunar eru þeir sömu í aðalnámskrá grunn – og leikskóla og eiga að fléttast inn í allt nám nemenda. Fimm ára bekkur í grunnskóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennsluaðferðir beggja skólastiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik. Það góða og faglega starf sem nú er innt af hendi í leikskólanum gefur okkur færi á að brúa bilið enn frekar milli leik- og grunnskóla. Það er mikilvægt að samfella sé í námi og að nám á fyrri skólastigum nýtist á því næsta. Rannsóknir benda til að námsefni skarist á mörkum skólastiga. Það gefur til kynna að hægt sé að stytta leikskólann um eitt ár þannig að grunnskólaganga hefjist við fimm ára aldur og ljúki við fimmtán ára aldur. Nemendur hæfu þá framhaldsskólanám, og síðar háskólanám, á sama aldri og jafnaldrar þeirra víða um heim.. Sóknarfæri fyrir leikskóla Ef Reykjavíkurborg riði á vaðið með þessa breytingu gæfist strax raunverulegur kostur á að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Öllum tólf mánaða börnum verður þá tryggð leikskólavist án tafar. Hér hreyfa eflaust ýmsir þeirri mótbáru að til lítils sé að losa leikskólann við einn árgang, ef hann bætist svo hvort sem er við grunnskólann. En flestir grunnskólarnir hafa mun meira svigrúm til að sinna þessum eina árgangi, fremur en leikskólarnir. Í öllum grunnskólum eru t.d. starfandi frístundaheimili sem gætu nýst vel fimm ára börnum við endurskipulagningu skóladagsins. Þessi frístundaheimili sinna nemendum að loknum hefðbundnum skóladegi, en standa yfirleitt auð fyrir hádegi. Öllum til hagsbóta Að lokum ber þess að geta að við þessa breytingu mun skólaganga leik- og grunnskólans styttast um eitt ár. Slíkar breytingar hefðu í för með sér feykilegan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykjavíkurborg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta verulega launakjör leik- og grunnskólakennara, bæta kennslubúnað og starfsaðstæður nemenda og kennara og yfirleitt gera góða leik- og grunnskóla borgarinnar enn betri. Höfundur er borgarfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun