Matvæli eða öskuhaugar Guðmundur Oddgeirsson skrifar 3. maí 2022 07:45 Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Uppistaða atvinnulífs í Þorlákshöfn byggist á fiskvinnslu, umskipun á fiski til útflutnings og ýmiskonar iðnaði. Ferðamennska er enn í litlum mæli hér við ströndina en fer vaxandi. Framsýni við breytingar á höfninni á kjörtímabilinu 2014 til 2018 leiddi til þess að Þorlákshöfn varð að vöruhöfn með tilkomu Smyril Line. Ótrúlegt en satt þá var það ekki baráttulaust þar sem nokkur nátttröll, svokallaðir máttarstólpar hér í bæ, töluðu gegn breytingunum á þeim tíma. Nýr meirihluti D-listans tók við árið 2018 og til að byrja með var það sem var í gangi í hafnarmálunum og starf hafnarstjóra talað niður af bæjarstjóranum, draumaprinsinum frá Vestmannaeyjum, og hans aðdáendum í meirihlutanum. Þurfti minnihluti bæjarstjórnar að standa í harðri baráttu fyrir höfninni og verja starf hafnarstjóra í upphafi kjörtímabilsins sem er að ljúka. En svo var eins og meirihlutinn áttaði sig á mikilvægi þess sem var unnið að og sneri algjörlega við blaðinu, meira að segja bæjarstjórinn. Nú fór í hönd sá tími, sem enn stendur yfir, að eigna sér það sem á undan er gengið. Tímatalið hjá D-listanum er nú ekki lengur bundið við eftir Krist heldur við það þegar bæjarstjórinn, sem var hafnað í Eyjum, tók til starfa. Tími sérhagsmuna er núna í algleymingi. Fiski allsstaðar af landinu er ekið til Þorlákshafnar, auk þess sem landað er hér, til útflutnings. Fiskiskipin landa fiskinum í opnum körum og þá skiptir miklu máli að tekið sé mið af því á hafnarsvæðinu, fjúkandi ryk og eldfjallaaska (sandur) fer ekki saman við óvarin matvæli. Ekkert lát er á umsvifum í höfninni þegar horft er til fyrirhugaðs landeldis á laxi upp á tugi þúsunda tonna á ári, á stórum lóðum vestur með ströndinni sem voru settar inn á skipulag á kjörtímabilinu 2014 til 2018. Smyril Line er nú með þrjú skip í vikulegum ferðum til Evrópu og horfa eldisfyrirtækin til þess. Tvær milljónir tonna af jarðvegi í gegnum sveitarfélagið Við hér í Þorlákshöfn könnumst öll við öskuhaugana hjá Jarðefnaiðnaði sem sífellt fýkur úr yfir allt og alla, og ekki er einu sinni fyrir því haft að þrífa bryggjuna eftir útskipun. Eins og það sé ekki nóg þá er í bígerð að bæta verulega í jarðefnaflutninga, allt að tveimur milljónum tonna á ári, sem á að aka til Þorlákshafnar og haugsetja þar. Milljón tonn eiga að koma frá Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi og annað eins ofan úr Þrengslum á vegum Jarðefnaiðnaðar/BM. Vallá/Hornsteins/Björgunar þar sem hver á í öðrum og með einhverjum snúningi við Eden-námur. Tvær milljónir tonna eru ekkert smáræði, ígildi 240 bílfarma á hverjum virkum degi ársins og auk ferðar til baka. Sem sagt trukkur á mínútu fresti og slit á vegum sem jafngildir því að 28 milljónir fólksbíla fari um vegina á hverjum degi. Til að fegra þetta allt saman stendur til að setja upp mölunarverksmiðju sem á að mala efnið allan sólarhringinn í verksmiðju sem yrði staðsett við höfnina, steinsnar frá fyrirhugaðari íbúðabyggð í Móanum. Sjáið fyrir ykkur hvaða áhrif það muni hafa á lífsgæði íbúa Þorlákshafnar, hljóðmengunin, rykið og hávaði frá vinnuvélum og verksmiðjunni alla daga ársins auk hávaða frá trukkum og vinnuvélum. Réttlætingin er sú að verið sé að búa til vistvænt íblöndunarefni í sement og þegar þetta er skrifað er alls ekki víst að það gangi upp. Getum við ekki kallað þetta fögur orð um ófagurt. Höfundur er bæjarfulltrúi O-listans og frambjóðandi Íbúalistans í 10. sæti.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun