Með lögum skal land byggja - þ.m.t. Kópavog! Gunnar Jónsson skrifar 3. maí 2022 08:00 Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs urðu til sem félagsskapur Kópavogsbúa sem var óánægður með verklag bæjarins í skipulagsmálum. Skipulagsstofnun og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafa gagnrýnt og ógilt vinnubrögð bæjarins í þeim efnum. Sveitarstjórnarráðuneytið hefur til meðferðar fjölmargar ábendingar um brot bæjarins við framkvæmd skipulagsmála og Umboðsmaður Alþingis fylgist með. Bæjaryfirvöld halda engu að síður ótrauð áfram, sem er óviðunandi. Kópavogsbúar eiga rétt á því að yfirvöld þeirra fari að lögum. Þá kröfu gera Vinir Kópavogs og hún er kjarninn í málatilbúnaði þeirra, Vinir Kópavogs eru ekki venjuleg stjórnmálahreyfing. Vinir geta verið til hægri eða vinstri í pólitík eða einhverstaðar þar á milli án þess að láta það koma upp á milli sín. Vinir Kópavogs eiga það sammerkt að vilja bænum sínum það besta, þ. á m. að yfirvöld hans fari að reglum. Listi Vina Kópavogs er skipaður frábæru fólki, sem býr að margskonar reynslu sem mun nýtast vel við stjórn bæjarins. Enn merkilegra er kannski að enginn er á listanum til þess að fullnægja eigin metnaði í stjórnmálum. Frambjóðendur vilja einfaldlega vinna Kópavogi og Kópavogsbúum vel. Kópavogur er frábær og þar býr frábært fólk sem á skilið frábær yfirvöld. Fjölgun hefur hvergi á landinu verið viðlíka og í Kópavogi liðna áratugi. Yfirvöld hafa kunnað þá list að brjóta ný svæði til byggðar nokkuð vel. Það er hinsvegar farið að sneiðast verulega um ný svæði. Fjölgun til frambúðar verður mest með þéttingu. Yfirvöldum hafa verið mislagðar hendur við þéttingu og þar þarf nýtt verklag. Það ætla Vinir Kópavogs að taka upp. Vinir Kópavogs bjóða þá sem í bæinn vilja flytjast velkomna. Þeirra vegna og hinna sem fyrir eru þarf það að gerast í sátt og samlyndi. Það næst best með samráði, eins og mælt er fyrir um í skipulagslögum. Samráð á að fela í sér raunverulegt samtal, ekki bara hak í reiti - helst þannig að íbúar taki ekki eftir. Sá háttur hefur verið á hafður undanfarið. Athugasemdir sem fram koma eru svo virtar að vettugi. Þessu ætla Vinir Kópavogs að breyta. Þeir vilja nota skipulag til þess sem það er ætlað, að tryggja íbúum mannvænt umhverfi til búsetu. Þess vegna eru sveitarstjórnarmál svo spennandi - sé rétt á haldið verða ákvarðanir til þess að auka lífsgæði íbúanna. Þannig ákvarðanir ætla Vinir Kópavogs taka. Þess vegna ætla ég að setja X við Y til bæjarstjórnar Kópavogs. Höfundur er Kópavogsbúi og hæstaréttarlögmaður
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar