Einvígi Mari og Þorleifs heldur áfram eftir 255 kílómetra Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 23:33 Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson. Guðmundur Freyr Jónsson Keppnishlaupið Bakgarður 101 stendur enn yfir og kláruðu Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hring númer 38 skömmu fyrir klukkan ellefu. Þar með hafa þau hlaupið 254,6 kílómetra á seinustu 37 klukkustundum en keppnin hófst klukkan tíu í gærmorgun. Þau hlaupa nú hring 39 en keppninni lýkur ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir. Uppfært klukkan 01:22: Mari og Þorleifur hafa klárað 40. hringinn, alls 268 kílómetra, og eru byrjuð á hring 41. Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, segir að árangur keppendanna hafi farið fram úr björtustu vonum og hún hafi jafnvel gert ráð fyrir því að vera búin að pakka öllu saman í hádeginu í dag. Alls hófu 122 þátttakendur leik í gærmorgun. Þetta er í þriðja sinn sem Náttúruhlaup halda keppnishlaupið Bakgarð. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari bar sigur úr býtum í fyrra. Bæði enduðu þau hlaupið á 25 hringjum og er Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því kolfallið. Endar ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir Keppnin gengur út á að keppendur hlaupi 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Ef hann klárast fyrr geta þeir nýtt restina af tímanum til að hvíldar áður en hlaupið hefst aftur á heila tímanum. Leiðin liggur áð þessu sinni um Öskjuhlíð og Nauthólsvík í Reykjavík. Elísabet segir að stemningin sé góð og Mari og Þorleifur virðist hafa verið hressari í lok seinasta hrings en fyrr í kvöld. Hringurinn lokast við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð þar sem góð aðstaða er fyrir keppendur. Að sögn Elísabetar fylgist fjöldi fólks með hlaupinu og fyllir bílastæðið við Mjölni korter í heila tímann þegar von er á keppendunum. Bilið hafi minnkað milli Mari og Þorleifs á seinasta hring og þau bæði klárað hann á um 52 til 53 mínútum. Hún segir öflugt stuðningslið hvetja báða keppendur áfram og óljóst sé hvenær hlaupinu loks ljúki. Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Uppfært klukkan 01:22: Mari og Þorleifur hafa klárað 40. hringinn, alls 268 kílómetra, og eru byrjuð á hring 41. Elísabet Margeirsdóttir, einn aðalskipuleggjenda hlaupsins, segir að árangur keppendanna hafi farið fram úr björtustu vonum og hún hafi jafnvel gert ráð fyrir því að vera búin að pakka öllu saman í hádeginu í dag. Alls hófu 122 þátttakendur leik í gærmorgun. Þetta er í þriðja sinn sem Náttúruhlaup halda keppnishlaupið Bakgarð. Þorleifur sigraði fyrstu keppnina árið 2020 og Mari bar sigur úr býtum í fyrra. Bæði enduðu þau hlaupið á 25 hringjum og er Íslandsmetið í Bakgarðshlaupi því kolfallið. Endar ekki fyrr en einn keppandi stendur eftir Keppnin gengur út á að keppendur hlaupi 6,7 kílómetra hring á einni klukkustund. Ef hann klárast fyrr geta þeir nýtt restina af tímanum til að hvíldar áður en hlaupið hefst aftur á heila tímanum. Leiðin liggur áð þessu sinni um Öskjuhlíð og Nauthólsvík í Reykjavík. Elísabet segir að stemningin sé góð og Mari og Þorleifur virðist hafa verið hressari í lok seinasta hrings en fyrr í kvöld. Hringurinn lokast við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð þar sem góð aðstaða er fyrir keppendur. Að sögn Elísabetar fylgist fjöldi fólks með hlaupinu og fyllir bílastæðið við Mjölni korter í heila tímann þegar von er á keppendunum. Bilið hafi minnkað milli Mari og Þorleifs á seinasta hring og þau bæði klárað hann á um 52 til 53 mínútum. Hún segir öflugt stuðningslið hvetja báða keppendur áfram og óljóst sé hvenær hlaupinu loks ljúki.
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Standa tvö eftir í Bakgarði 101 og hafa hlaupið yfir 221 kílómetra Tveir keppendur standa eftir í keppnishlaupinu Bakgarður 101 af þeim 122 sem hófu leik í klukkan tíu í gærmorgun. Bæði Mari Jaersk og Þorleifur Þorleifsson hafa nú klárað 33. hringinn sinn og eru byrjuð á þeim næsta. Þar með eru þau búin að hlaupa rúman 221,1 kílómetra frá því að keppnin hófst. 1. maí 2022 18:27